Landeigendur við Geysi halda fast í áform um gjaldtöku Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2014 12:57 Landeigendur við Geysi segja álit umhverfis- og auðlindaráðuneytis um að gjaldheimta Landeigendafélagsins við Geysi yrði ólögleg ekki breyta neinu um þeirra afstöðu. vísir/vilhelm Landeigendur við Geysi halda fast við áætlanir sínar um gjaldtöku á svæðinu þrátt fyrir það álit sérfræðinga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að slík gjaldheimta væri ólögleg. Talsmaður landeigenda segir ekki ganga að aðrir selji ferðir á geyissvæðið á kostnað landeigenda sem beri mikinn kostnað af rekstri svæðisins. Landeigendafélagið Geysir ehf. tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að það hyggðist taka upp gjaldheimtu á Geysissvæðinu til að standa undir kostnaði við rekstur þess og nauðsynlega uppbyggingu. Garðar Eiríksson talsmaður félagsins hefur sagt að félagið hafi ekki trú á fyrirhuguðum náttúrupassa stjórnvalda. En nú hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið sent félaginu bréf og greint frá því að innheimta gjaldsins yrði ólögleg, þar sem landið sé að stórum hluta í eigu ríkisins, þar með hverirnir. „Þetta í sjálfu sér breytir engu um okkar afstöðu. Við höfum átt samræður við ráðherra, bæði Sigurð Inga og Ragnheiði Elínu um þessi mál á liðnu ári og þetta bréf sem tók einhverja fjóra mánuði að skrifa breytir engu,“ segir Garðar. Ekki sé hægt að láta einstaklinga blæða út fjárhagslega svo aðrir geti hagnýtt eignir þeirra. „Og ef ríkið getur ekki séð sóma sinn í því að koma að máli við okkur, sem við höfum marg boðið, þá eigum við ekki margra kosta völ,“ bætir Garðar við.En er það ekki rétt að ríkið á þarna hveri og stórt landssvæði og væruð þið þá ekki að rukka inn á land í ríkiseign?„Í fyrsta lagi er nú fyrirvari á fullri eign ríkisins á þessu tiltekna svæði,“ segir Garðar. Og í öðru lagi sé um að ræða óskipta sameign á vatni og hitakerfi og rukkað yrði inn fyrir þá hlutdeild sem landeigendur eigi í svæðinu. „Við eigum náttúrlega þarna meirihluta og eins og ég segi; við erum marg búin að bjóða ríkinu til samtals og leggja upp ýmsar hugmyndir en það er eins og að tala við vegginn,“ segir Garðar. Innheimta gjaldsins hefjist bráðlega, enda bráðnauðsynlegt að ráðast í uppbyggingu á svæðinu til að þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem komi á Geysi á hverju ári. „Við viljum reka þetta svæði með sóma. Hafa þarna þjónustu við þann fjölda af gestum sem okkur heimsækja og viljum takast á við þetta verkefni af metnaði og með stolti,“ segir Garðar. Aðstæður á svæðinu séu óviðunandi eins og ástandið sé í dag. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Landeigendur við Geysi halda fast við áætlanir sínar um gjaldtöku á svæðinu þrátt fyrir það álit sérfræðinga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að slík gjaldheimta væri ólögleg. Talsmaður landeigenda segir ekki ganga að aðrir selji ferðir á geyissvæðið á kostnað landeigenda sem beri mikinn kostnað af rekstri svæðisins. Landeigendafélagið Geysir ehf. tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að það hyggðist taka upp gjaldheimtu á Geysissvæðinu til að standa undir kostnaði við rekstur þess og nauðsynlega uppbyggingu. Garðar Eiríksson talsmaður félagsins hefur sagt að félagið hafi ekki trú á fyrirhuguðum náttúrupassa stjórnvalda. En nú hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið sent félaginu bréf og greint frá því að innheimta gjaldsins yrði ólögleg, þar sem landið sé að stórum hluta í eigu ríkisins, þar með hverirnir. „Þetta í sjálfu sér breytir engu um okkar afstöðu. Við höfum átt samræður við ráðherra, bæði Sigurð Inga og Ragnheiði Elínu um þessi mál á liðnu ári og þetta bréf sem tók einhverja fjóra mánuði að skrifa breytir engu,“ segir Garðar. Ekki sé hægt að láta einstaklinga blæða út fjárhagslega svo aðrir geti hagnýtt eignir þeirra. „Og ef ríkið getur ekki séð sóma sinn í því að koma að máli við okkur, sem við höfum marg boðið, þá eigum við ekki margra kosta völ,“ bætir Garðar við.En er það ekki rétt að ríkið á þarna hveri og stórt landssvæði og væruð þið þá ekki að rukka inn á land í ríkiseign?„Í fyrsta lagi er nú fyrirvari á fullri eign ríkisins á þessu tiltekna svæði,“ segir Garðar. Og í öðru lagi sé um að ræða óskipta sameign á vatni og hitakerfi og rukkað yrði inn fyrir þá hlutdeild sem landeigendur eigi í svæðinu. „Við eigum náttúrlega þarna meirihluta og eins og ég segi; við erum marg búin að bjóða ríkinu til samtals og leggja upp ýmsar hugmyndir en það er eins og að tala við vegginn,“ segir Garðar. Innheimta gjaldsins hefjist bráðlega, enda bráðnauðsynlegt að ráðast í uppbyggingu á svæðinu til að þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem komi á Geysi á hverju ári. „Við viljum reka þetta svæði með sóma. Hafa þarna þjónustu við þann fjölda af gestum sem okkur heimsækja og viljum takast á við þetta verkefni af metnaði og með stolti,“ segir Garðar. Aðstæður á svæðinu séu óviðunandi eins og ástandið sé í dag.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira