Innlent

Jón Gnarr situr aftur fyrir svörum hjá Reddit

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Jón situr nú fyrir svörum hjá vefsíðunni Reddit.
Jón situr nú fyrir svörum hjá vefsíðunni Reddit. Mynd/Anton
Jón Gnarr borgarstjóri hefur ákveðið að endurtaka leikinn frá því í desember 2012 og sitja fyrir svörum hjá vefsíðunni reddit.com.



Meðal þess sem komið hefur fram hjá Jóni í kvöld er að hann ætlar ekki í forsetaframboð og að hann mælir með Micro-bar fyrir ferðamenn sem langar í bjór.

Þá var Jón ánægðastur með ádeiluna á Reykjavíkurflugvöll í áramótaskaupinu og grísk jógúrt er uppáhalds skyr borgarstjóra.

Reddit er ein vinsælasta vefsíða veraldar, nokkurskonar fréttasía þar sem notendur birta og dreifa ljósmyndum, myndböndum, texta eða öðru efni.

Hér má sjá spurningarnar til Jóns og svör hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×