Áhöfn Helgu Maríu AK ósátt við aðgerðir lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2014 15:30 Mynd/HB Grandi Áhafnarmeðlimir um borð í Helgu Maríu AK eru mjög ósáttir við vinnubrögð lögreglu og tollgæslunnar við tvær leitar sem framkvæmdar voru um borð í skipinu. Fyrst var leitað um borð í skipinuu snemma í desember þegar skipinu var siglt til Íslands eftir breytingar í Póllandi. Seinni leitin var framkvæmd þann 9. desember og í báðum leitunum var notast við hunda.Eiríkur Ragnarsson.„Ég var þeim innan handar við leitirnar í skipinu, enda er ekkert sem ég hefði viljað frekar, ef eiturlyf væru um borð, að þau myndu finnast. Ég sýndi þeim teikningar og benti á hvar hægt væri að leita. Það er ekkert sem ég hefði viljað frekar, ef að eiturlyf væru um borð, að þau hefðu fundist. Það fundust engin eiturlyf. Það fundust einhverjar flöskur og menn voru sektaðir fyrir það eins og gengur og gerist,“ segir Eiríkur Ragnarsson, skipstjóri. Tveir áhafnarmeðlimir voru handteknir í aðgerðunum. „Við erum ósáttir, útgerðin er ósátt. Það eru allir ósáttir. Þeir fóru heim til annars áhafnarmeðlimsins sem var handtekinn, fjölskyldumanns sem aldrei hefur verið bendlaður við neitt ólöglegt, og þar leituðu tólf lögreglumenn og tveir hundar og öllu var rústað. Hann var handtekinn og dreginn út í járnum fyrir framan fjölskyldu sína og nágranna. Við yfirheyrslur var honum sagt að lögreglunni hefði borist tilkynning um að hann væri að smygla tveimur kílóum af kókaíni.“ „Svo köfuðu þeir undir skipið og ég veit ekki hvað og hvað. Ég held það sé búið að eyða milljónum í þetta. Það sem mér finnst skrítið er að þetta hlýtur að vera mjög greinagóð ábending, miðað við umfangið. Mér skilst að rannsókninni sé að ljúka og þá hlýtur að vera hægt að rannsaka þetta og kanna hvaðan þessi tilkynning kom,“ segir Eiríkur. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Áhafnarmeðlimir um borð í Helgu Maríu AK eru mjög ósáttir við vinnubrögð lögreglu og tollgæslunnar við tvær leitar sem framkvæmdar voru um borð í skipinu. Fyrst var leitað um borð í skipinuu snemma í desember þegar skipinu var siglt til Íslands eftir breytingar í Póllandi. Seinni leitin var framkvæmd þann 9. desember og í báðum leitunum var notast við hunda.Eiríkur Ragnarsson.„Ég var þeim innan handar við leitirnar í skipinu, enda er ekkert sem ég hefði viljað frekar, ef eiturlyf væru um borð, að þau myndu finnast. Ég sýndi þeim teikningar og benti á hvar hægt væri að leita. Það er ekkert sem ég hefði viljað frekar, ef að eiturlyf væru um borð, að þau hefðu fundist. Það fundust engin eiturlyf. Það fundust einhverjar flöskur og menn voru sektaðir fyrir það eins og gengur og gerist,“ segir Eiríkur Ragnarsson, skipstjóri. Tveir áhafnarmeðlimir voru handteknir í aðgerðunum. „Við erum ósáttir, útgerðin er ósátt. Það eru allir ósáttir. Þeir fóru heim til annars áhafnarmeðlimsins sem var handtekinn, fjölskyldumanns sem aldrei hefur verið bendlaður við neitt ólöglegt, og þar leituðu tólf lögreglumenn og tveir hundar og öllu var rústað. Hann var handtekinn og dreginn út í járnum fyrir framan fjölskyldu sína og nágranna. Við yfirheyrslur var honum sagt að lögreglunni hefði borist tilkynning um að hann væri að smygla tveimur kílóum af kókaíni.“ „Svo köfuðu þeir undir skipið og ég veit ekki hvað og hvað. Ég held það sé búið að eyða milljónum í þetta. Það sem mér finnst skrítið er að þetta hlýtur að vera mjög greinagóð ábending, miðað við umfangið. Mér skilst að rannsókninni sé að ljúka og þá hlýtur að vera hægt að rannsaka þetta og kanna hvaðan þessi tilkynning kom,“ segir Eiríkur.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira