Stærsta reiðhöll landsins opnar í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2014 21:32 Stærsta reiðhöll landsins verður tekin í notkun 1. febrúar næstkomandi á Kjóavöllum í Kópavogi en hún er um 4000 fermetrar að stærð og með áhorfendastúku fyrir 850 manns. Kostnaður við höllina er um 500 milljónir króna. Magnús Hlynur skoðaði nýju reiðhöllina í dag. Það er Hestamannafélagið á Kjóavöllum sem stendur að byggingunni en félagið samanstendur af Hestamannafélögunum Gusti í Kópavogi og Andvara, sem heitir Sprettur í dag. Jón Albert Sigurbjörnsson, Byggingastjóri JÁVERKS, sem byggir húsið var formaður Landssambands hestamanna til marga ára og þekkir því vel til hestamennskunnar. „Þetta er náttúrulega mjög stórt og vandað hús, hér eru menn að byggja gríðarlega flott hús, sem er hestamennskunni til framdráttar. Það er vandað til í öllum verkþáttum, það sést bara á öllu sem gert er hér," segir Jón Albert Sigurbjörnsson, byggingastjóri. Hvernig er að að byggja eitt stykki reiðhöll? „Það er mjög skemmtilegt, skemmtilegt fyrir mig, ég vann fyrir hestamenn lengi og kem að þessu með þessum hætti. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, þetta er krefjandi verkefni, það er gaman þegar samtök hestamanna geta byggt svona gríðarlega vel fyrir sína starfsemi," bætir Jón við.Vonast til að hægt verði að reka höllina En hverju mun nýja reiðhöllin, eða Sprettshöllin eins og hún er kölluð nýtast? „Vonandi nýtist það sem best en það er bara framtíðin sem sker úr um það," segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Spretts. „Vonandi nýtist þetta fyrir hestamennskuna sem er vaxandi hér á svæðinu. Við þurfum bara að skapa tækifæri til að nýta húsið, auðvitað getur verið ýmsilegt annað inn í því en hestamennska, sérstaklega yfir sumartímann, það verður bara framtíðin að leiða í ljós," bætir hann við. Sveinbjörn segir að vel hafi gengið að fjármaga nýju höllina. „Sjálft hestamannafélagið byggir húsið, við fengum tiltekinn pening í þetta frá Garðabæ og Kópavogsbæ, peningarnir frá Kópavogi ganga í þessa höll og frá Garðabæ til að reisa vellina. Svo voru hestamannafélögin með tiltekna fjármuni, þeir ganga allir í þetta. Auðvitað verður þetta þannig að menn þurfa að passa sig að geta rekið þetta, við teljum að það sé hægt, af því að þetta er íþróttahús þá munum við fá rekstrarstyrki frá sveitarfélögunum eins og önnur íþróttafélög. Svo þufum við bara að standa okkur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu, þá er þetta hægt," segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í brúasmíði á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Sjá meira
Stærsta reiðhöll landsins verður tekin í notkun 1. febrúar næstkomandi á Kjóavöllum í Kópavogi en hún er um 4000 fermetrar að stærð og með áhorfendastúku fyrir 850 manns. Kostnaður við höllina er um 500 milljónir króna. Magnús Hlynur skoðaði nýju reiðhöllina í dag. Það er Hestamannafélagið á Kjóavöllum sem stendur að byggingunni en félagið samanstendur af Hestamannafélögunum Gusti í Kópavogi og Andvara, sem heitir Sprettur í dag. Jón Albert Sigurbjörnsson, Byggingastjóri JÁVERKS, sem byggir húsið var formaður Landssambands hestamanna til marga ára og þekkir því vel til hestamennskunnar. „Þetta er náttúrulega mjög stórt og vandað hús, hér eru menn að byggja gríðarlega flott hús, sem er hestamennskunni til framdráttar. Það er vandað til í öllum verkþáttum, það sést bara á öllu sem gert er hér," segir Jón Albert Sigurbjörnsson, byggingastjóri. Hvernig er að að byggja eitt stykki reiðhöll? „Það er mjög skemmtilegt, skemmtilegt fyrir mig, ég vann fyrir hestamenn lengi og kem að þessu með þessum hætti. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, þetta er krefjandi verkefni, það er gaman þegar samtök hestamanna geta byggt svona gríðarlega vel fyrir sína starfsemi," bætir Jón við.Vonast til að hægt verði að reka höllina En hverju mun nýja reiðhöllin, eða Sprettshöllin eins og hún er kölluð nýtast? „Vonandi nýtist það sem best en það er bara framtíðin sem sker úr um það," segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Spretts. „Vonandi nýtist þetta fyrir hestamennskuna sem er vaxandi hér á svæðinu. Við þurfum bara að skapa tækifæri til að nýta húsið, auðvitað getur verið ýmsilegt annað inn í því en hestamennska, sérstaklega yfir sumartímann, það verður bara framtíðin að leiða í ljós," bætir hann við. Sveinbjörn segir að vel hafi gengið að fjármaga nýju höllina. „Sjálft hestamannafélagið byggir húsið, við fengum tiltekinn pening í þetta frá Garðabæ og Kópavogsbæ, peningarnir frá Kópavogi ganga í þessa höll og frá Garðabæ til að reisa vellina. Svo voru hestamannafélögin með tiltekna fjármuni, þeir ganga allir í þetta. Auðvitað verður þetta þannig að menn þurfa að passa sig að geta rekið þetta, við teljum að það sé hægt, af því að þetta er íþróttahús þá munum við fá rekstrarstyrki frá sveitarfélögunum eins og önnur íþróttafélög. Svo þufum við bara að standa okkur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu, þá er þetta hægt," segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í brúasmíði á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Sjá meira