„Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2014 09:00 Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, á í reglulegum samskiptum við tollinn sem að hans sögn eru oft frekar fyndin. Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að honum hefði ekki tekist að leysa málverk úr tollinum sem hann hefði fengið að gjöf frá vini sínum. Það vantaði nefnilega reikninginn fyrir gjöfinni. „Ég fæ málverkið um leið og ég er búinn að senda einhvers konar reikning sem er ekki til,“ segir Ólafur léttur í bragði og virðist ekki mikið kippa sér upp við að málverkið sé í gíslingu tollsins; hann hafi nokkuð oft lent í þessu. „Ég var nú aðallega bara að benda á það að svona abstrakt hlutir eins og listaverk passa ekkert voðalega vel inn í Excel-skjöl og maður á að gefa upp verð hjá tollinum. Hvernig metur maður gjöf sem er listaverk og hefur aldrei verið selt, er bara málning á striga?“ Ólafur útskýrir að tollurinn leysi ekki út svona hluti nema að að sjá hvað þeir kosta. Það sé meðal annars vegna þess að gjöf sem send er til Íslands má ekki kosta meira en 13.500 krónur. Aðspurður hvort hann sé kominn með reikninginn fyrir málverkinu segir hann svo ekki vera: „Ég næ ekki vin minn, hann er í fríi, og ég er bara að bíða eftir að hann skrifi eitthvað bréf þar sem kemur fram að þetta sé svo sannarlega gjöf. Það er auðvitað á vissan hátt ekkert óeðlilegt, það er bara svolítið fyndið að vera að verðleggja málverk sem aldrei hefur verið selt. Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning sem er einfaldlega eina leiðin til að losa málverkið úr tollinum.“ Ólafur segist eiga í samskiptum við tollverði nokkuð reglulega, meðal annars þegar hann fái safndiska að gjöf með hans eigin tónlist, en þá fær hann jafnan beiðni um að senda reikning til tollsins fyrir diskunum. „Þessi samskipti við tollinn eru reyndar bara oft ansi fyndin. Einu sinni var ég til dæmis hálftíma í símanum við eina konu að útskýra fyrir henni hvernig formagnarar virka. Hún vissi nefnilega ekki í hvaða tollflokk hún ætti að setja þetta og var að spyrja mig hvernig snúra færi í þetta og svona,“ segir hann. Sagan af málverkinu sem hann er ekki enn kominn með í hendurnar sé því bara enn ein fyndin saga af samskiptum hans við tollinn. Post by Óli Arnalds. Tengdar fréttir Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að honum hefði ekki tekist að leysa málverk úr tollinum sem hann hefði fengið að gjöf frá vini sínum. Það vantaði nefnilega reikninginn fyrir gjöfinni. „Ég fæ málverkið um leið og ég er búinn að senda einhvers konar reikning sem er ekki til,“ segir Ólafur léttur í bragði og virðist ekki mikið kippa sér upp við að málverkið sé í gíslingu tollsins; hann hafi nokkuð oft lent í þessu. „Ég var nú aðallega bara að benda á það að svona abstrakt hlutir eins og listaverk passa ekkert voðalega vel inn í Excel-skjöl og maður á að gefa upp verð hjá tollinum. Hvernig metur maður gjöf sem er listaverk og hefur aldrei verið selt, er bara málning á striga?“ Ólafur útskýrir að tollurinn leysi ekki út svona hluti nema að að sjá hvað þeir kosta. Það sé meðal annars vegna þess að gjöf sem send er til Íslands má ekki kosta meira en 13.500 krónur. Aðspurður hvort hann sé kominn með reikninginn fyrir málverkinu segir hann svo ekki vera: „Ég næ ekki vin minn, hann er í fríi, og ég er bara að bíða eftir að hann skrifi eitthvað bréf þar sem kemur fram að þetta sé svo sannarlega gjöf. Það er auðvitað á vissan hátt ekkert óeðlilegt, það er bara svolítið fyndið að vera að verðleggja málverk sem aldrei hefur verið selt. Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning sem er einfaldlega eina leiðin til að losa málverkið úr tollinum.“ Ólafur segist eiga í samskiptum við tollverði nokkuð reglulega, meðal annars þegar hann fái safndiska að gjöf með hans eigin tónlist, en þá fær hann jafnan beiðni um að senda reikning til tollsins fyrir diskunum. „Þessi samskipti við tollinn eru reyndar bara oft ansi fyndin. Einu sinni var ég til dæmis hálftíma í símanum við eina konu að útskýra fyrir henni hvernig formagnarar virka. Hún vissi nefnilega ekki í hvaða tollflokk hún ætti að setja þetta og var að spyrja mig hvernig snúra færi í þetta og svona,“ segir hann. Sagan af málverkinu sem hann er ekki enn kominn með í hendurnar sé því bara enn ein fyndin saga af samskiptum hans við tollinn. Post by Óli Arnalds.
Tengdar fréttir Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels