„Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2014 09:00 Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, á í reglulegum samskiptum við tollinn sem að hans sögn eru oft frekar fyndin. Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að honum hefði ekki tekist að leysa málverk úr tollinum sem hann hefði fengið að gjöf frá vini sínum. Það vantaði nefnilega reikninginn fyrir gjöfinni. „Ég fæ málverkið um leið og ég er búinn að senda einhvers konar reikning sem er ekki til,“ segir Ólafur léttur í bragði og virðist ekki mikið kippa sér upp við að málverkið sé í gíslingu tollsins; hann hafi nokkuð oft lent í þessu. „Ég var nú aðallega bara að benda á það að svona abstrakt hlutir eins og listaverk passa ekkert voðalega vel inn í Excel-skjöl og maður á að gefa upp verð hjá tollinum. Hvernig metur maður gjöf sem er listaverk og hefur aldrei verið selt, er bara málning á striga?“ Ólafur útskýrir að tollurinn leysi ekki út svona hluti nema að að sjá hvað þeir kosta. Það sé meðal annars vegna þess að gjöf sem send er til Íslands má ekki kosta meira en 13.500 krónur. Aðspurður hvort hann sé kominn með reikninginn fyrir málverkinu segir hann svo ekki vera: „Ég næ ekki vin minn, hann er í fríi, og ég er bara að bíða eftir að hann skrifi eitthvað bréf þar sem kemur fram að þetta sé svo sannarlega gjöf. Það er auðvitað á vissan hátt ekkert óeðlilegt, það er bara svolítið fyndið að vera að verðleggja málverk sem aldrei hefur verið selt. Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning sem er einfaldlega eina leiðin til að losa málverkið úr tollinum.“ Ólafur segist eiga í samskiptum við tollverði nokkuð reglulega, meðal annars þegar hann fái safndiska að gjöf með hans eigin tónlist, en þá fær hann jafnan beiðni um að senda reikning til tollsins fyrir diskunum. „Þessi samskipti við tollinn eru reyndar bara oft ansi fyndin. Einu sinni var ég til dæmis hálftíma í símanum við eina konu að útskýra fyrir henni hvernig formagnarar virka. Hún vissi nefnilega ekki í hvaða tollflokk hún ætti að setja þetta og var að spyrja mig hvernig snúra færi í þetta og svona,“ segir hann. Sagan af málverkinu sem hann er ekki enn kominn með í hendurnar sé því bara enn ein fyndin saga af samskiptum hans við tollinn. Post by Óli Arnalds. Tengdar fréttir Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að honum hefði ekki tekist að leysa málverk úr tollinum sem hann hefði fengið að gjöf frá vini sínum. Það vantaði nefnilega reikninginn fyrir gjöfinni. „Ég fæ málverkið um leið og ég er búinn að senda einhvers konar reikning sem er ekki til,“ segir Ólafur léttur í bragði og virðist ekki mikið kippa sér upp við að málverkið sé í gíslingu tollsins; hann hafi nokkuð oft lent í þessu. „Ég var nú aðallega bara að benda á það að svona abstrakt hlutir eins og listaverk passa ekkert voðalega vel inn í Excel-skjöl og maður á að gefa upp verð hjá tollinum. Hvernig metur maður gjöf sem er listaverk og hefur aldrei verið selt, er bara málning á striga?“ Ólafur útskýrir að tollurinn leysi ekki út svona hluti nema að að sjá hvað þeir kosta. Það sé meðal annars vegna þess að gjöf sem send er til Íslands má ekki kosta meira en 13.500 krónur. Aðspurður hvort hann sé kominn með reikninginn fyrir málverkinu segir hann svo ekki vera: „Ég næ ekki vin minn, hann er í fríi, og ég er bara að bíða eftir að hann skrifi eitthvað bréf þar sem kemur fram að þetta sé svo sannarlega gjöf. Það er auðvitað á vissan hátt ekkert óeðlilegt, það er bara svolítið fyndið að vera að verðleggja málverk sem aldrei hefur verið selt. Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning sem er einfaldlega eina leiðin til að losa málverkið úr tollinum.“ Ólafur segist eiga í samskiptum við tollverði nokkuð reglulega, meðal annars þegar hann fái safndiska að gjöf með hans eigin tónlist, en þá fær hann jafnan beiðni um að senda reikning til tollsins fyrir diskunum. „Þessi samskipti við tollinn eru reyndar bara oft ansi fyndin. Einu sinni var ég til dæmis hálftíma í símanum við eina konu að útskýra fyrir henni hvernig formagnarar virka. Hún vissi nefnilega ekki í hvaða tollflokk hún ætti að setja þetta og var að spyrja mig hvernig snúra færi í þetta og svona,“ segir hann. Sagan af málverkinu sem hann er ekki enn kominn með í hendurnar sé því bara enn ein fyndin saga af samskiptum hans við tollinn. Post by Óli Arnalds.
Tengdar fréttir Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11