Fá bætur frá ríkinu vegna ólögmætrar handtöku 16. desember 2014 17:27 Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. vísir/getty Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni samtals 700 þúsund krónur, meðal annars vegna ólögmætrar handtöku, húsleitar og símhlustunar í febrúar 2012. Anton var lengi vel kallaður „höfuðpaurinn í kókaínmálinu” svokallaða, eftir að hann var árið 2008 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Hann var sýknaður í málinu árið 2009. Þá hafði hann árið 2000 verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sambærilegt brot. Jóhann Einar hefur áður verið grunaður um fíkniefnasmygl en ekki verið dæmdur. Í greinargerð lögreglu kemur fram að nafn hans hafi margoft komið upp í stórum fíkniefnamálum, til dæmis í Dettifossmálinu svokallaða, sem er eitt það umfangsmesta sem komið hefur upp hér á landi.Töldu þá skipuleggja innflutning Í febrúar 2012 hafði lögreglu borist upplýsingar um að Anton Kristinn og Jóhann Einar væru að undirbúa innflutning á fíkniefnum til landsins. Lögregla lagði því fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um að henni yrði veitt heimild til að hlusta á og hljóðrita símtöl mannanna tveggja ásamt því að fá heimild til að nema sendingar smáskilaboða. Þá krafðist lögregla þess að fá að nota hlustunar- og myndaupptökubúnað á heimili þeirra í því skyni að hlusta á, hljóðrita, nema samtöl sem þar færu fram og taka þar myndir af fólki. Að lokum var þess krafist að heimilt yrði að koma fyrir eftirfararbúnaði á eða í bifreiðum þeirra. Héraðsdómur féllst á kröfuna allt til 17.apríl 2012 en í dómnum segir að við hlustunina hafi greinilega komið fram að þeir hefðu haft undir höndum fíkniefni, væru að meðhöndla þau og dreifa til annarra aðila. Í mars 2012 barst lögreglu upplýsingar um að þriðji maður væri viðriðinn innflutning á fíkniefnum til landsins. Hann var í kjölfarið handtekinn á bifreiðaverkstæði við Hamarshöfða í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang voru Anton og Jóhann á staðnum, með manninum, en þeir voru einnig handteknir. Þeir heimiluðu báðir lögreglu að leita í fórum sínum, á heimilum þeirra og í bifreiðum, en fundust þar engin fíkniefni. Við nánari rannsókn kom á daginn að mennirnir tengdust málinu ekki og voru ekki teknar af þeim skýrslur.Fengu brot af kröfum sínum í bætur Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. Féllst dómurinn á að greiða hvorum 100 þúsund krónur vegna ólömætrar handtöku og 250 þúsund krónur vegna símhlustunar, eftirfararbúnaðar í bifreið hans, myndupptöku og hlustunar í íbúð hans. Málskostnaður milli aðila féll niður og gjafsóknarkostnaður mun greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns.Uppfært: Fyrirsögnin á fréttinni var áður „Góðkunningjar lögreglunnar fá bætur frá ríkinu“. Fyrirsögninni hefur nú verið breytt í ljósi þess að annar aðilinn hefur aðeins hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni samtals 700 þúsund krónur, meðal annars vegna ólögmætrar handtöku, húsleitar og símhlustunar í febrúar 2012. Anton var lengi vel kallaður „höfuðpaurinn í kókaínmálinu” svokallaða, eftir að hann var árið 2008 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Hann var sýknaður í málinu árið 2009. Þá hafði hann árið 2000 verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sambærilegt brot. Jóhann Einar hefur áður verið grunaður um fíkniefnasmygl en ekki verið dæmdur. Í greinargerð lögreglu kemur fram að nafn hans hafi margoft komið upp í stórum fíkniefnamálum, til dæmis í Dettifossmálinu svokallaða, sem er eitt það umfangsmesta sem komið hefur upp hér á landi.Töldu þá skipuleggja innflutning Í febrúar 2012 hafði lögreglu borist upplýsingar um að Anton Kristinn og Jóhann Einar væru að undirbúa innflutning á fíkniefnum til landsins. Lögregla lagði því fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um að henni yrði veitt heimild til að hlusta á og hljóðrita símtöl mannanna tveggja ásamt því að fá heimild til að nema sendingar smáskilaboða. Þá krafðist lögregla þess að fá að nota hlustunar- og myndaupptökubúnað á heimili þeirra í því skyni að hlusta á, hljóðrita, nema samtöl sem þar færu fram og taka þar myndir af fólki. Að lokum var þess krafist að heimilt yrði að koma fyrir eftirfararbúnaði á eða í bifreiðum þeirra. Héraðsdómur féllst á kröfuna allt til 17.apríl 2012 en í dómnum segir að við hlustunina hafi greinilega komið fram að þeir hefðu haft undir höndum fíkniefni, væru að meðhöndla þau og dreifa til annarra aðila. Í mars 2012 barst lögreglu upplýsingar um að þriðji maður væri viðriðinn innflutning á fíkniefnum til landsins. Hann var í kjölfarið handtekinn á bifreiðaverkstæði við Hamarshöfða í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang voru Anton og Jóhann á staðnum, með manninum, en þeir voru einnig handteknir. Þeir heimiluðu báðir lögreglu að leita í fórum sínum, á heimilum þeirra og í bifreiðum, en fundust þar engin fíkniefni. Við nánari rannsókn kom á daginn að mennirnir tengdust málinu ekki og voru ekki teknar af þeim skýrslur.Fengu brot af kröfum sínum í bætur Kröfur Antons Kristins og Jóhanns Einars um miskabætur voru í sex liðum og hljóðuðu upp á 9,3 milljónir króna annars vegar og 9,1 milljón krónur hins vegar. Féllst dómurinn á að greiða hvorum 100 þúsund krónur vegna ólömætrar handtöku og 250 þúsund krónur vegna símhlustunar, eftirfararbúnaðar í bifreið hans, myndupptöku og hlustunar í íbúð hans. Málskostnaður milli aðila féll niður og gjafsóknarkostnaður mun greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns.Uppfært: Fyrirsögnin á fréttinni var áður „Góðkunningjar lögreglunnar fá bætur frá ríkinu“. Fyrirsögninni hefur nú verið breytt í ljósi þess að annar aðilinn hefur aðeins hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði