Höfuðpaurinn í kókaínmálinu segir dóminn hlægilegan 26. júní 2008 16:48 Anton Kristinn Þórarinsson er afar ósáttur með dóm Héraðsdóms frá því í dag. „Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt," segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. „Ég er dæmdur í tveggja ára fangelsi sem á ekki að vera hægt," segir Anton en efnunum var smyglað hingað til lands í tveimur ferðum frá Kaupmannahöfn sem farnar voru í byrjun október. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. „Það er enginn hinna sem nefnir nafnið mitt og það kemur hvergi fram að ég hafi verið eigandi þessara efna. Þeir hleruðu símann minn í eitt ár útaf grunsemdum þar sem ég er nokkuð þekktur í Reykjavík fyrir svona rugl," segir Anton sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000 fyrir fíkniefnamisferli. „Ég hitti þennan Jón Halldór nítján sinnum en talaði aldrei við hann almennilega í síma. Ég bað hann bara alltaf um að hitta mig, stökk síðan út úr bílnum og talaði við hann þar." Í dómnum kemur fram að Anton hafi alfarið neitað sök í málinu og að enginn hinna hafi borið hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa" að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Þetta er Anton mjög ósáttur með og bendir á að einungis grunur lögreglu hafi legið til grundvallar sakfellingar. „Þetta hefur aldrei áður gerst á Íslandi og þeir sögðu við mig að þetta væri prófmál og það ætti að sjá hvað kæmi út úr þessu. Það bjuggust allir við sýknu en ég er ekkert að grenja þennan dóm. Þetta fer fyrir Hæstarétt og það getur ekki annað verið en að ég verði sýknaður þar, ef ekki þá fer þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu," sagði Anton að lokum en hann var staddur í 32 stiga hita á Spáni þegar Vísir náði af honum tali. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
„Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt," segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. „Ég er dæmdur í tveggja ára fangelsi sem á ekki að vera hægt," segir Anton en efnunum var smyglað hingað til lands í tveimur ferðum frá Kaupmannahöfn sem farnar voru í byrjun október. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. „Það er enginn hinna sem nefnir nafnið mitt og það kemur hvergi fram að ég hafi verið eigandi þessara efna. Þeir hleruðu símann minn í eitt ár útaf grunsemdum þar sem ég er nokkuð þekktur í Reykjavík fyrir svona rugl," segir Anton sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000 fyrir fíkniefnamisferli. „Ég hitti þennan Jón Halldór nítján sinnum en talaði aldrei við hann almennilega í síma. Ég bað hann bara alltaf um að hitta mig, stökk síðan út úr bílnum og talaði við hann þar." Í dómnum kemur fram að Anton hafi alfarið neitað sök í málinu og að enginn hinna hafi borið hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa" að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Þetta er Anton mjög ósáttur með og bendir á að einungis grunur lögreglu hafi legið til grundvallar sakfellingar. „Þetta hefur aldrei áður gerst á Íslandi og þeir sögðu við mig að þetta væri prófmál og það ætti að sjá hvað kæmi út úr þessu. Það bjuggust allir við sýknu en ég er ekkert að grenja þennan dóm. Þetta fer fyrir Hæstarétt og það getur ekki annað verið en að ég verði sýknaður þar, ef ekki þá fer þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu," sagði Anton að lokum en hann var staddur í 32 stiga hita á Spáni þegar Vísir náði af honum tali.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira