40 ár síðan Jón Oddur og Jón Bjarni kom út Hjörtur Hjartarson skrifar 5. október 2014 19:45 Konan sem skapaði Jón Odd og Jón Bjarna, Pál Vilhjálmsson og margar aðrar þjóðþekktar persónur segist enn luma á góðum sögum sem hún vill koma frá sér. Guðrún Helgadóttir fæddist í Hafnarfirði 7.september, 1935. Fyrsta skáldsaga hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni kom út fyrir sléttum 40 árum og því var fagnað í dag. Bræðurnir uppátækjasömu lifa enn góðu lífi og voru ævintýri þeirra fest á filmu fyrir um þremur áratugum. Aðspurð um hvaða persónu Guðrúnu þykir vænst segir hún það ómögulegt, það væri eins og að gera upp á milli barnanna sinna. „Auðvitað eru sumar bækur mínar kærari mér en aðrar en ég myndi bara orða það þannig að ég minnkast mín ekki fyrir neina þeirra,“ segir Guðrún. Þó Guðrún hafi staðið á fertugu þegar fyrsta bókin kom út, fæddust sögurnar miklu fyrr. „Ég fór nú fyrst að segja krökkunum mínum þessar sögur, þannig upphófst þetta nú allt saman. Ég var 39 ára þegar fyrsta bókin mín kom, rétt eins og Astrid Lindgren.“Úr myndinn Jón Oddur og Jón BjarniGuðrún var fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn frá 1978 til 1982. Hún sat jafnframt á þingi fyrir sama flokk frá 1979 til 1995. Guðrún var forseti Alþingis frá 1988-1991 og var hún fyrst kvenna til að gegna því embætti. Eftir Guðrúnu liggja vel á annan tug barnabóka, skáldsaga, myndabækur fyrir yngstu kynslóðina, ljóðabók og sjónvarpsleikrit. Leikrit hennar Óvitar var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins árið 1979.„Ertu ennþá að búa til sögur?“„Já, það er svona ein í smíðum núna.“„Er þetta ekki bara þannig að rithöfundar halda áfram að hugsa upp sögur svo lengi sem þeir draga andann?“„Ég held það, svei mér þá,“ segir Guðrún. Menning Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Konan sem skapaði Jón Odd og Jón Bjarna, Pál Vilhjálmsson og margar aðrar þjóðþekktar persónur segist enn luma á góðum sögum sem hún vill koma frá sér. Guðrún Helgadóttir fæddist í Hafnarfirði 7.september, 1935. Fyrsta skáldsaga hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni kom út fyrir sléttum 40 árum og því var fagnað í dag. Bræðurnir uppátækjasömu lifa enn góðu lífi og voru ævintýri þeirra fest á filmu fyrir um þremur áratugum. Aðspurð um hvaða persónu Guðrúnu þykir vænst segir hún það ómögulegt, það væri eins og að gera upp á milli barnanna sinna. „Auðvitað eru sumar bækur mínar kærari mér en aðrar en ég myndi bara orða það þannig að ég minnkast mín ekki fyrir neina þeirra,“ segir Guðrún. Þó Guðrún hafi staðið á fertugu þegar fyrsta bókin kom út, fæddust sögurnar miklu fyrr. „Ég fór nú fyrst að segja krökkunum mínum þessar sögur, þannig upphófst þetta nú allt saman. Ég var 39 ára þegar fyrsta bókin mín kom, rétt eins og Astrid Lindgren.“Úr myndinn Jón Oddur og Jón BjarniGuðrún var fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn frá 1978 til 1982. Hún sat jafnframt á þingi fyrir sama flokk frá 1979 til 1995. Guðrún var forseti Alþingis frá 1988-1991 og var hún fyrst kvenna til að gegna því embætti. Eftir Guðrúnu liggja vel á annan tug barnabóka, skáldsaga, myndabækur fyrir yngstu kynslóðina, ljóðabók og sjónvarpsleikrit. Leikrit hennar Óvitar var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins árið 1979.„Ertu ennþá að búa til sögur?“„Já, það er svona ein í smíðum núna.“„Er þetta ekki bara þannig að rithöfundar halda áfram að hugsa upp sögur svo lengi sem þeir draga andann?“„Ég held það, svei mér þá,“ segir Guðrún.
Menning Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira