Innlent

Ræðismaður mun heimsækja Íslendinginn þegar leyfi fæst

Stefán Árni Pálsson skrifar
Var tekinn með 2,18 grömm af metamfetamín.
Var tekinn með 2,18 grömm af metamfetamín.
„Ræðismaður okkar fer með þetta mál, hann mun heimsækja Íslendinginn þegar leyfi fæst,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, um Íslendinginn sem er haldið föngum í Tælandi vegna vörslu á fíkniefnum.

Lögreglan í Suður Pattaya í Tælandi handtók þrjá einstaklinga sem grunaðir eru um vörslu fíkniefna á föstudaginn í síðustu viku, en einn þeirra er Íslendingur eftir því sem miðillinn Pattaya one greinir frá.

Maðurinn mun hafa verið með rúmlega tvö grömm af metamfetamín á sér þegar lögreglan handtók hann.

Fíkniefnalöggjöfin í Taílandi er afar ströng og ein sú harðasta í heiminum.

Refsingar fyrir vörslu á metamfetamíni til einkaneyslu getur varðar allt að eins til tíu ára fangelsisdómi í Tælandi.

Einnig er hægt að búast við fjársekt upp á 70.000 til 700.000 íslenskrar króna fyrir brot af þessu tagi.

Ef einstaklingur er tekinn með tuttugu grömm eða meira af metamfetamíni í Tælandi og grunaður um dreifingu gæti sá einstaklingur átt yfir höfði sér dauðarefsingu.

Skemmst er frá því að minnast þegar Brynjar Mettinisson, var handtekinn í maí árið 2011 í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli.

Þá var Brynjari og kærustu hans sagt að möguleg brot hans hafi getað varðað allt að 30 ára fangelsi.

Brynjar sat í gæsluvarðhaldi í Tælandi í margar vikur, grunaður um aðild að fíkniefnasmygli en málið var síðar látið niður falla.

Hann kom til Íslands í október árið 2012 eftir langa og erfiða dvöl í Tælandi.


Tengdar fréttir

Íslendingur handtekinn í Tælandi með metamfetamín

Lögreglan í Suður Pattaya í Tælandi handtók þrjá einstaklinga sem grunaðir eru um vörslu fíkniefna í gær, en einn þeirra er Íslendingur eftir því sem miðillinn Pattaya one greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×