Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan Valur Grettisson skrifar 2. júní 2011 16:32 „Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. Hann hefur verið úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í landi sem er heimsfrægt fyrir eina hörðustu fíkniefnalöggjöf veraldar. Móðir Brynjars segir að hann hafi farið þrisvar sinnum til Taílands á síðustu árum. Hann eigi kærustu þaðan og líði vel í landinu. Hann hafi svo verið úti að borða á mánudaginn ásamt kærustu sinni þegar þau mæta manni sem Borghildur telur að sé ástralskur. „Þau þekktu hann ekkert þannig. Þeir heilsuðust bara úti á götu. Ástralinn stoppar hann víst þarna úti á götu, svo veit Brynjar ekki af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl," segir Borghildur. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér.Borghildur fær aðeins fregnir í gegnum kærustu sonar síns í Tailandi.Kærasta Brynjars fékk ekki að sjá hann fyrr en í gær. Þá var búið að lemja hann illa segir Borghildur sem brotnar saman í miðju samtalinu. „Þeir eru að reyna að neyða hann til þess að játa," segir Borghildur en Brynjari og kærustu hans hafa verið sagt að brot hans geti varðað allt að 30 ára fangelsi. Borghildur segir Brynjar reglumann. Hann reyki ekki né drekki. Utanríkisráðuneytið hefur verið fjölskyldu Brynjars innan handar. Þeir hafa þó ekki heimild til þess að styðja fjárhagslega við fjölskylduna en Borghildur, sem er öryrki, var að flytja til Svíþjóðar ásamt dóttur sinni, og því hefur hún ekki mikinn pening á milli handanna. „Það er svo hræðilegt að geta ekki verið hjá honum," segir Borghildur en utanríkisráðuneytið hefur sett ræðismann í landinu í málið sem vinnur að því að útvega Brynjari verjanda. Því hafi enginn geta rætt við hann nema kærasta hans sem færir honum helstu nauðsynjar. Ekki er vitað hversu mikið magn af amfetamíni Ástralinn á að hafa haft undir höndum. Þess má geta að Brynjar á afmæli á morgun. Þá verður hann 25 ára gamall. EF þið hafið áhuga á að aðstoða fjölskyldu Brynjars þá er hægt að styðja þau með því að leggja inn upphæðir á eftirfarandi reikningsnúmer Borghildar: Banki 0537 höfuðbók 26 reikningsnúmer 494949 og kennitala 060549-4949. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir 25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. Hann hefur verið úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í landi sem er heimsfrægt fyrir eina hörðustu fíkniefnalöggjöf veraldar. Móðir Brynjars segir að hann hafi farið þrisvar sinnum til Taílands á síðustu árum. Hann eigi kærustu þaðan og líði vel í landinu. Hann hafi svo verið úti að borða á mánudaginn ásamt kærustu sinni þegar þau mæta manni sem Borghildur telur að sé ástralskur. „Þau þekktu hann ekkert þannig. Þeir heilsuðust bara úti á götu. Ástralinn stoppar hann víst þarna úti á götu, svo veit Brynjar ekki af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl," segir Borghildur. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér.Borghildur fær aðeins fregnir í gegnum kærustu sonar síns í Tailandi.Kærasta Brynjars fékk ekki að sjá hann fyrr en í gær. Þá var búið að lemja hann illa segir Borghildur sem brotnar saman í miðju samtalinu. „Þeir eru að reyna að neyða hann til þess að játa," segir Borghildur en Brynjari og kærustu hans hafa verið sagt að brot hans geti varðað allt að 30 ára fangelsi. Borghildur segir Brynjar reglumann. Hann reyki ekki né drekki. Utanríkisráðuneytið hefur verið fjölskyldu Brynjars innan handar. Þeir hafa þó ekki heimild til þess að styðja fjárhagslega við fjölskylduna en Borghildur, sem er öryrki, var að flytja til Svíþjóðar ásamt dóttur sinni, og því hefur hún ekki mikinn pening á milli handanna. „Það er svo hræðilegt að geta ekki verið hjá honum," segir Borghildur en utanríkisráðuneytið hefur sett ræðismann í landinu í málið sem vinnur að því að útvega Brynjari verjanda. Því hafi enginn geta rætt við hann nema kærasta hans sem færir honum helstu nauðsynjar. Ekki er vitað hversu mikið magn af amfetamíni Ástralinn á að hafa haft undir höndum. Þess má geta að Brynjar á afmæli á morgun. Þá verður hann 25 ára gamall. EF þið hafið áhuga á að aðstoða fjölskyldu Brynjars þá er hægt að styðja þau með því að leggja inn upphæðir á eftirfarandi reikningsnúmer Borghildar: Banki 0537 höfuðbók 26 reikningsnúmer 494949 og kennitala 060549-4949. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir 25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53