Innlent

Sólríkt og milt sumarveður í kortunum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Reykjavíkurbúar nutu sólarinnar um helgina en ekki er útlit fyrir að næsta helgi verði jafnsólrík og hlý.
Reykjavíkurbúar nutu sólarinnar um helgina en ekki er útlit fyrir að næsta helgi verði jafnsólrík og hlý. Daníel Rúnarsson
Útlit er fyrir sólríkt og stillt sumarveður næsta sólarhringinn. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun sólin skína um allt land. Hlýjast verður í dag í kringum Borgarnes og Skorradal þar sem hiti mun hæst ná 17 gráðum. Á Höfuðborgarsvæðinu verður hiti í kringum 12 til 13 gráður, einhver ský verða á himni framan af degi en þeim mun fækka eftir því sem líður á daginn. Örlítið kaldara er á Norðurlandi, þar nær hiti hæst 10 gráðum.

Á morgun byrjar að rigna á Austurlandi en á öðrum stöðum á landinu helst veður almennt þurrt. Samkvæmt langtímaveðurspá mega landsmenn eiga von á blautri helgi en gert er ráð fyrir rigningu um allt land. 


Tengdar fréttir

Sterk sól og brunahætta

Sólskin er núna um allt Ísland og heiðskír himinn nánast í öllum landshlutum.

Borgarbúar baðaðir sól í dag - myndir

Sólþyrstir karlar, konur og börn nutu sólarblíðunnar út í ystu æsar í dag. Von er til þess að sumarið í ár verði sólríkara í Reykjavík en síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×