Boða hertar verkfallsaðgerðir á nýju ári Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. desember 2014 06:45 Verkfallslotur á nýju ári munu standa í fjóra daga. vísir/ernir Læknar samþykktu í gærkvöld auknar verkfallsaðgerðir á komandi ári. Verkfallsloturnar á nýju ári munu standa í fjóra daga í stað tveggja. Kosning um aðgerðirnar hafði staðið undanfarna viku. Fyrsta lotan mun hefjast þann 5. janúar. 98 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu verkfallið en 85 prósent félagsmanna tók þátt. „Það þarf að boða til verkfalls með ákveðnum fyrirvara og það er ekkert sem bendir til að samningar séu í nánd,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Hann segir jafnframt að ekkert heildstætt tilboð hafi borist frá ríkinu. „Margir hafa verið að hugsa sinn gang hvar framtíð þeirra liggur, hvort hún sé hér á landi eða annars staðar. Það er stór ákvörðun að segja starfi sínu lausu og flytjast búferlum með fjölskyldu sína og menn gera það ekki fyrr en allt annað hefur þrotið. Það er vonandi að það komi ekki til þess,“ segir Þorbjörn einnig. Ríflega tvö hundruð læknanemar lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki ráða sig sem kandídata eða aðstoðarlækna á heilbrigðisstofnanir landsins fyrr en sátt hefði náðst í deilunni. Umsóknarfrestur um kandídatsstöður rann út 24. nóvember en var framlengdur sökum fárra umsókna. Læknanemar hafa mannað um 75 stöðugildi undanfarin sumur. Samninganefndir deiluaðilanna funduðu í gær án árangurs. Fundurinn stóð yfir í klukkustund og hefur verið boðað til nýs fundar á morgun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur læknum verið boðin um tíu prósenta launahækkun en Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir tilboð ríkisins hljóða upp á minni hækkun. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Læknar samþykktu í gærkvöld auknar verkfallsaðgerðir á komandi ári. Verkfallsloturnar á nýju ári munu standa í fjóra daga í stað tveggja. Kosning um aðgerðirnar hafði staðið undanfarna viku. Fyrsta lotan mun hefjast þann 5. janúar. 98 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu verkfallið en 85 prósent félagsmanna tók þátt. „Það þarf að boða til verkfalls með ákveðnum fyrirvara og það er ekkert sem bendir til að samningar séu í nánd,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Hann segir jafnframt að ekkert heildstætt tilboð hafi borist frá ríkinu. „Margir hafa verið að hugsa sinn gang hvar framtíð þeirra liggur, hvort hún sé hér á landi eða annars staðar. Það er stór ákvörðun að segja starfi sínu lausu og flytjast búferlum með fjölskyldu sína og menn gera það ekki fyrr en allt annað hefur þrotið. Það er vonandi að það komi ekki til þess,“ segir Þorbjörn einnig. Ríflega tvö hundruð læknanemar lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki ráða sig sem kandídata eða aðstoðarlækna á heilbrigðisstofnanir landsins fyrr en sátt hefði náðst í deilunni. Umsóknarfrestur um kandídatsstöður rann út 24. nóvember en var framlengdur sökum fárra umsókna. Læknanemar hafa mannað um 75 stöðugildi undanfarin sumur. Samninganefndir deiluaðilanna funduðu í gær án árangurs. Fundurinn stóð yfir í klukkustund og hefur verið boðað til nýs fundar á morgun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur læknum verið boðin um tíu prósenta launahækkun en Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir tilboð ríkisins hljóða upp á minni hækkun.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira