Telur fólk hugsa af meiri skynsemi eftir bankahrun Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. desember 2014 07:00 Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur hugsanlegt að fólk leggi meiri áherslu á að greiða niður skuldir en aukna neyslu núna en áður. fréttablaðið/Pjetur Hagvöxtur er umtalsvert minni í ár en búist hafði verið við. Skýringarnar eru fyrst og fremst raktar til minni einkaneyslu. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir hugsanlegt að fólk sé að leggja meiri áherslu á að greiða upp skuldir en búist var við. Sumir séu hreinlega í þeirri stöðu að þeir geti bara alls ekki aukið einkaneyslu sína. Landsframleiðslan á fyrstu níu mánuðum ársins 2014 jókst um 0,5% að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2013. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 3%. Einkaneysla jókst um 2,8%, samneysla um 1,1% og fjárfesting um 12%. Í Peningamálum Seðlabankans frá 5. nóvember sagði að talið væri að hagvöxtur yrði 2,9 prósent á árinu í heild. Frosti Sigurjónsson segir hugsanlegt að vextir séu of háir, vaxtabyrðin of þung og það orsaki litla neyslu. „Það er alveg ljóst að einkaneysla á Íslandi er lítil miðað við það sem hún hefur oft verið áður og í samanburði við nágrannalönd,“ segir Frosti. Hann bætir því við að hann hafi ekki séð skýringar um þetta frá sérfróðum aðilum. „Þetta eru bara svona hugleiðingar mínar.“ Aðspurður segir hann að Seðlabankinn hljóti að taka tillit til þessara talna við stýrivaxtaákvörðun á morgun. Hann vilji þó alls ekki setja peningastefnunefndinni neitt fyrir í því. „Seðlabankinn þarf að hafa sjálfstæði í þeim efnum. En þeir hljóta að taka allt til greina. Þetta og fleira og þeir hljóta að horfa áfram, fram á veginn,“ segir hann. Frosti segir að þessar nýju hagtölur bendi til þess að skuldaleiðréttingin geti verið nauðsynleg sem efnahagsaðgerð. „Þetta sýnir það að þær raddir sem vöruðu við skuldaleiðréttingu, að hún myndi leiða til neysluaukningar, hafa ekki átt við rök að styðjast.“ Hann bendir á að Seðlabankinn hafi óttast svokölluð auðsáhrif. Fólk myndi auka neyslu, jafnvel þó það fengi ekki meiri pening upp í hendurnar. „En það hefur ekki reynst vera,“ segir hann. „Ég hef alltaf haldið því fram að þetta væri bara nauðsynleg efnahagsaðgerð og fólk myndi leggja áherslu á það að greiða upp skuldir sínar,“ segir Frosti og bætir því við að hann telji að fólk hugsi öðru vísi núna en fyrir hrun. Menn sýni meiri ráðdeild og skynsemi nú en áður. „En það getur gleymst aftur þegar menn eru búnir að gleyma hruninu,“ segir hann. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hagvöxtur er umtalsvert minni í ár en búist hafði verið við. Skýringarnar eru fyrst og fremst raktar til minni einkaneyslu. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir hugsanlegt að fólk sé að leggja meiri áherslu á að greiða upp skuldir en búist var við. Sumir séu hreinlega í þeirri stöðu að þeir geti bara alls ekki aukið einkaneyslu sína. Landsframleiðslan á fyrstu níu mánuðum ársins 2014 jókst um 0,5% að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2013. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 3%. Einkaneysla jókst um 2,8%, samneysla um 1,1% og fjárfesting um 12%. Í Peningamálum Seðlabankans frá 5. nóvember sagði að talið væri að hagvöxtur yrði 2,9 prósent á árinu í heild. Frosti Sigurjónsson segir hugsanlegt að vextir séu of háir, vaxtabyrðin of þung og það orsaki litla neyslu. „Það er alveg ljóst að einkaneysla á Íslandi er lítil miðað við það sem hún hefur oft verið áður og í samanburði við nágrannalönd,“ segir Frosti. Hann bætir því við að hann hafi ekki séð skýringar um þetta frá sérfróðum aðilum. „Þetta eru bara svona hugleiðingar mínar.“ Aðspurður segir hann að Seðlabankinn hljóti að taka tillit til þessara talna við stýrivaxtaákvörðun á morgun. Hann vilji þó alls ekki setja peningastefnunefndinni neitt fyrir í því. „Seðlabankinn þarf að hafa sjálfstæði í þeim efnum. En þeir hljóta að taka allt til greina. Þetta og fleira og þeir hljóta að horfa áfram, fram á veginn,“ segir hann. Frosti segir að þessar nýju hagtölur bendi til þess að skuldaleiðréttingin geti verið nauðsynleg sem efnahagsaðgerð. „Þetta sýnir það að þær raddir sem vöruðu við skuldaleiðréttingu, að hún myndi leiða til neysluaukningar, hafa ekki átt við rök að styðjast.“ Hann bendir á að Seðlabankinn hafi óttast svokölluð auðsáhrif. Fólk myndi auka neyslu, jafnvel þó það fengi ekki meiri pening upp í hendurnar. „En það hefur ekki reynst vera,“ segir hann. „Ég hef alltaf haldið því fram að þetta væri bara nauðsynleg efnahagsaðgerð og fólk myndi leggja áherslu á það að greiða upp skuldir sínar,“ segir Frosti og bætir því við að hann telji að fólk hugsi öðru vísi núna en fyrir hrun. Menn sýni meiri ráðdeild og skynsemi nú en áður. „En það getur gleymst aftur þegar menn eru búnir að gleyma hruninu,“ segir hann.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira