Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2014 15:13 Birta Líf spáir aftakaveðri með glórulausum byl á norðanverðum Vestfjörðum. vísir/gva/Eiríkur Jónsson „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra, en skipið liggur í vari í Ísafjarðardjúpi, undir Grænuhlíð. Veðurstofa Íslands varar við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum og mun standa fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. „Það er hávaðarok hér. Við keyrum upp að Grænuhlíðinni og látum okkur reka niður í djúpið. Við verðum líklega fastir hér fram á fimmtudag,“ segir Sigurbjörn. Hann segir töluverða bræla vera á svæðinu. Farnir að föndra fyrir jólin „Hér eru menn samt mjög léttir og farnir að föndra fyrir jólin. Við ráðum ekkert við þetta og verðum því bara að gera það besta úr stöðunni.“ Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, segir í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að stormurinn hafi hafist milli klukkan tvö og þrjú í dag. „Í kvöld verður líklega það versta farið framhjá, þó verður áfram stormur og vont veður. Við erum að spá upp að 35 metrum á sekúndu sem er fellibylsstyrkur.“ Birta segir að stormurinn verði mjög öflugur, sérstaklega á norðanverðum Vestfjörðum. „Það er bara spurning hversu djúpt þetta nær niður í dalina. Það verður ekkert ferðaveður og fólk á í raun ekkert að vera útivið á þessum slóðum í dag.“ Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra, en skipið liggur í vari í Ísafjarðardjúpi, undir Grænuhlíð. Veðurstofa Íslands varar við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum og mun standa fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. „Það er hávaðarok hér. Við keyrum upp að Grænuhlíðinni og látum okkur reka niður í djúpið. Við verðum líklega fastir hér fram á fimmtudag,“ segir Sigurbjörn. Hann segir töluverða bræla vera á svæðinu. Farnir að föndra fyrir jólin „Hér eru menn samt mjög léttir og farnir að föndra fyrir jólin. Við ráðum ekkert við þetta og verðum því bara að gera það besta úr stöðunni.“ Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, segir í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að stormurinn hafi hafist milli klukkan tvö og þrjú í dag. „Í kvöld verður líklega það versta farið framhjá, þó verður áfram stormur og vont veður. Við erum að spá upp að 35 metrum á sekúndu sem er fellibylsstyrkur.“ Birta segir að stormurinn verði mjög öflugur, sérstaklega á norðanverðum Vestfjörðum. „Það er bara spurning hversu djúpt þetta nær niður í dalina. Það verður ekkert ferðaveður og fólk á í raun ekkert að vera útivið á þessum slóðum í dag.“
Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira