Innlent

Stefán vill ekki tjá sig um hvort hann hafi orðið fyrir þrýstingi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Stefán segist ekki hafa hætt vegna þrýstings en segist ekki vilja tjá sig hvort hann hafi fundið fyrir þrýstingi.
Stefán segist ekki hafa hætt vegna þrýstings en segist ekki vilja tjá sig hvort hann hafi fundið fyrir þrýstingi.
Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki vilja tjá sig um hvort hann hafi orðið fyrir þrýstingi frá innanríkisráðherra í starfi sínu. Hann ítrekar það sem hann hefur sagt fyrr í dag að hann hætti ekki í sínu starfi vegna þrýstings frá ráðherranum, eins og kom fram í frétt DV í morgun.

„Ég er ekki að hætta vegna þrýstings. Ég er ítrekað búinn að segja það í dag. Það er ekki ástæðan fyrir því að ég hætti. Það var bara tímabært að hætta. Og ekki hægt að endurtaka það nógu oft,“ segir hann í samtali við Vísi.

Stefán vildi ekki tjá sig um hvort að hann hafi orðið fyrir þrýstingi í „lekamálinu“ svokallaða:

„Ég þarf ekkert að ræða það frekar um það en ég hef gert,“ segir hann og við ítrekun á spurning svarar hann:

„Ég hef enga heimild til að ræða rannsókn einstakra mála.“


Tengdar fréttir

Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér

Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti.

Einkamál útlendinga birt án skýrra heimilda

Innanríkisráðuneytið hefur hafið birtingu á úrskurðum sínum um málefni útlendinga. Ekki er skýr lagaheimild fyrir birtingunni og viðkvæmar persónuupplýsingar birtast þrátt fyrir að nafnleyndar sé gætt. Persónuvernd vill að vandað sé til verka.

Hver er starfsmaður B?

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu hart að innanríkisráðherra og kröfðust svara.

Stefán Eiríksson tvíræður á Twitter

Eitt af uppáhalds Bítlalögum fyrrverandi lögreglustjóra fjallar um mann sem hættir í lögreglunni og samskipti hans við konu með silfurskeið í munni.

Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu

Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér.

Mótmæli vegna lekamálsins

Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×