Hefðum átt að setja okkur kynjakvóta Símon Birgisson skrifar 31. janúar 2014 08:00 Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að valnefndin hefði átt að setja sér kynjakvóta. Fréttablaðið/Valli „Maður spyr sig auðvitað miðað við þetta hvort konur í íslenskum bíómyndum séu yfir höfuð talandi eða bara eitthvað skraut,“ segir Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona um val Eddunnar á 20 bestu tilvitnunum úr íslenskum kvikmyndum fyrir árið 2000. Valið var gert opinbert á Vísi í vikunni og geta lesendur vefsins kosið um bestu tilvitnunina. Þær fimm setningar sem fá flest atkvæði verða svo kynntar á Edduhátíðinni sjálfri. Það hefur hins vegar vakið athygli margra að aðeins ein tilvitnun er í kvenpersónu á þessum lista. Sú tilvitnun er í Sól úr kvikmyndinni Veggfóður þar sem hún segir: „Ég bít heldur ekki á ryðgaðan öngul.“ Á samfélagsmiðlum hefur þetta val verið gagnrýnt, meðal annars af kvikmyndagerðarkonunum Elísabetu Ronaldsdóttur, Maríönnu Friðjónsdóttur og Veru Sölvadóttur.eru konur skraut? Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona spyr hvort konur í kvikmyndum séu bara skraut.Fréttablaðið/Rósa„Eiga konur bara einn gullinn frasa í íslenskum kvikmyndum? Í alvörunni?“ skrifar Elísabet til að mynda á Facebook. Fréttablaðið leitaði til Guðna Sigurðarsonar sem skrifaði bókina Ég tvista til þess að gleyma – fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum. Við gerð bókarinnar horfði hann á 89 íslenskar kvikmyndir og valdi bestu setningarnar úr hverri þeirra. „Það eru auðvitað miklu fleiri karlpersónur í íslenskum kvikmyndum. Það er alveg greinilegt,“ segir hann. „En það ætti samt að vera lítið mál að finna fleiri en eina tilvitnun í kvenpersónu. Ég get til dæmis nefnt Stellu í orlofi, Mávahlátur og svo á amman í Hafinu átti nokkrar góðar setningar í bókinni minni.“ Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að sérstök valnefnd á vegum Eddunnar beri ábyrgð á valinu. Hún vildi ekki gefa upp hverjir sátu í nefndinni en sagði kynjahlutföll hafa verið nokkuð jöfn. „Þetta val endurspeglar íslenskar kvikmyndir fyrir árið 2000 og auðvitað sakna allir einhverra setninga þarna,“ segir hún. Spurð hvort nefndin hefði ekki getað lagt sig betur eftir því að finna tilvitnanir í konur segir hún það eflaust rétt. „Við fórum ekki í að setja kynjakvóta í þetta val en eftir á að hyggja hefðum við bara átt að gera það. Konur eiga undir högg að sækja í kvikmyndum og við þurfum alltaf að vera á tánum.“Fréttablaðið tók saman nokkrar tilvitnanir í kvenpersónur úr íslenskri kvikmyndasögu:KATA: Þeir sem ekki geta étið hvalkjöt eiga ekki rétt á að lifa.HafiðHnallþóra: Hér er ekkert fínt undir sautján sortum. Kristnihald undir jökliSTELLA: Hver er þessi ýlandi dræsa hér? Segðu mér það. Stella í orlofiKarólína: Það er nú eitt sem þú þarft að passa þig á í henni Ameríku Baddi minn og það eru helvítis tittlinganámurnar. DjöflaeyjanSTELLA: Út með gæruna!Stella í orlofiAUÐUR: Það skaltu muna vesæll maður á meðan þú lifir að kona hefur barið þig. ÚtlaginnHARPA: Þú einblínir endalaust á flísina en tekur ekki notice á bjálkanum. Með allt á hreinuÞessar tilvísanir og fleiri má finna í bókinni Ég tvista til þess að gleyma - fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum eftir Guðna Sigurðsson. Tengdar fréttir Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45 Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16 til Edduverðlauna. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 30. janúar 2014 14:44 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira
„Maður spyr sig auðvitað miðað við þetta hvort konur í íslenskum bíómyndum séu yfir höfuð talandi eða bara eitthvað skraut,“ segir Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona um val Eddunnar á 20 bestu tilvitnunum úr íslenskum kvikmyndum fyrir árið 2000. Valið var gert opinbert á Vísi í vikunni og geta lesendur vefsins kosið um bestu tilvitnunina. Þær fimm setningar sem fá flest atkvæði verða svo kynntar á Edduhátíðinni sjálfri. Það hefur hins vegar vakið athygli margra að aðeins ein tilvitnun er í kvenpersónu á þessum lista. Sú tilvitnun er í Sól úr kvikmyndinni Veggfóður þar sem hún segir: „Ég bít heldur ekki á ryðgaðan öngul.“ Á samfélagsmiðlum hefur þetta val verið gagnrýnt, meðal annars af kvikmyndagerðarkonunum Elísabetu Ronaldsdóttur, Maríönnu Friðjónsdóttur og Veru Sölvadóttur.eru konur skraut? Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona spyr hvort konur í kvikmyndum séu bara skraut.Fréttablaðið/Rósa„Eiga konur bara einn gullinn frasa í íslenskum kvikmyndum? Í alvörunni?“ skrifar Elísabet til að mynda á Facebook. Fréttablaðið leitaði til Guðna Sigurðarsonar sem skrifaði bókina Ég tvista til þess að gleyma – fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum. Við gerð bókarinnar horfði hann á 89 íslenskar kvikmyndir og valdi bestu setningarnar úr hverri þeirra. „Það eru auðvitað miklu fleiri karlpersónur í íslenskum kvikmyndum. Það er alveg greinilegt,“ segir hann. „En það ætti samt að vera lítið mál að finna fleiri en eina tilvitnun í kvenpersónu. Ég get til dæmis nefnt Stellu í orlofi, Mávahlátur og svo á amman í Hafinu átti nokkrar góðar setningar í bókinni minni.“ Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að sérstök valnefnd á vegum Eddunnar beri ábyrgð á valinu. Hún vildi ekki gefa upp hverjir sátu í nefndinni en sagði kynjahlutföll hafa verið nokkuð jöfn. „Þetta val endurspeglar íslenskar kvikmyndir fyrir árið 2000 og auðvitað sakna allir einhverra setninga þarna,“ segir hún. Spurð hvort nefndin hefði ekki getað lagt sig betur eftir því að finna tilvitnanir í konur segir hún það eflaust rétt. „Við fórum ekki í að setja kynjakvóta í þetta val en eftir á að hyggja hefðum við bara átt að gera það. Konur eiga undir högg að sækja í kvikmyndum og við þurfum alltaf að vera á tánum.“Fréttablaðið tók saman nokkrar tilvitnanir í kvenpersónur úr íslenskri kvikmyndasögu:KATA: Þeir sem ekki geta étið hvalkjöt eiga ekki rétt á að lifa.HafiðHnallþóra: Hér er ekkert fínt undir sautján sortum. Kristnihald undir jökliSTELLA: Hver er þessi ýlandi dræsa hér? Segðu mér það. Stella í orlofiKarólína: Það er nú eitt sem þú þarft að passa þig á í henni Ameríku Baddi minn og það eru helvítis tittlinganámurnar. DjöflaeyjanSTELLA: Út með gæruna!Stella í orlofiAUÐUR: Það skaltu muna vesæll maður á meðan þú lifir að kona hefur barið þig. ÚtlaginnHARPA: Þú einblínir endalaust á flísina en tekur ekki notice á bjálkanum. Með allt á hreinuÞessar tilvísanir og fleiri má finna í bókinni Ég tvista til þess að gleyma - fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum eftir Guðna Sigurðsson.
Tengdar fréttir Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45 Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16 til Edduverðlauna. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 30. janúar 2014 14:44 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira
Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45
Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16 til Edduverðlauna. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 30. janúar 2014 14:44