Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015.
Samkvæmt yfirlýsingu frá Universal verður myndin í þrívídd en þetta kemur fram á vef Hollywood Reporter.
Myndin fjallar um klifurmenn sem lentu í einu mannskæðasta óveðri á Everest og lentu þeir í miklum ógöngum árið 1996.
Baltasar Kormákur, leikstýrir myndinni, en aðalleikarar í Everest eru meðal annars Jake Gyllenhaal og Josh Brolin.
