Þá er ljóðið svo hollt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2014 16:00 Á æfingu heima hjá Jónasi. Kristbjörg mun lesa ljóðin á efnisskránni og Þóra syngja þau. Fréttablaðið/Valli „Maður verður að gera eitthvað til að réttlæta þessa vitleysu alla,“ segir Jónas Ingimundarson píanóleikari glettnislega um samkomurnar sem hann heldur í Salnum á næstunni í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því hann byrjaði að spila opinberlega fyrir þjóðina. Þær bera yfirskriftina Við slaghörpuna í hálfa öld. Fyrstu tónleikarnir eru nú um helgina, á sunnudag klukkan 12, og daginn áður eru þeir endurteknir, eins og Jónas orðar það, klukkan 10.45 fyrir langt komna söng- og tónlistarnemendur. Dagskráin felst í söng við píanóið og ljóðalestri. Þóra Einarsdóttir söngkona og Kristbjörg Kjeld leikkona koma fram með Jónasi á fyrstu tónleikunum. „Það er glæsilegt listafólk sem ég hef fengið með mér, þú getur ímyndað þér hvort ég finni mig ekki stoltan,“ segir Jónas kampakátur. „Ég vona bara að fólk sjái sér fært að njóta þessa með okkur. Er ekki alveg búið með sunnudagssteikina hvort sem er?“ En hvar skyldi Jónas hafa komið fyrst fram fyrir fimmtíu árum? „Það var nú austur í sveitum í tengslum við kórastarf hjá karli föður mínum í Þorlákshöfn og Hveragerði,“ upplýsir hann og það líka að hann sé fæddur á Bergþórshvoli. Því er hann stoltur af. „Ég er svo heppinn að vera fæddur eftir brennu,“ segir hann glaðlega. Á hádegistónleikunum í Salnum segir Jónas verða blaðað í sönglagastafla heimsins, bæði íslensku og erlendu efni og tekur fram að Reynir Axelsson stærðfræðingur hafi þýtt fyrir hann erlendu ljóðin og gert það vel. „Ljóðin verða lesin á undan hverjum söng,“ útskýrir Jónas. „Núna á sunnudaginn verðum við með kippu af Mozart, við verðum með Þorkel Sigurbjörnsson, æðislega gullmola frá Frakklandi og nokkur Schubertslög í lokin þannig að það er víða leitað fanga. En það er engin krafa um að leikarinn og söngvarinn skilji ljóðið sama skilningi heldur ríkir algert frjálsræði í túlkun. Við ætlum að skapa stemningu og koma bæði flytjendum og áheyrendum inn í heim texta og tóna sem er heillandi. Í nútímanum gengur allt svo hratt fyrir sig. Þá er ljóðið svo hollt.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Maður verður að gera eitthvað til að réttlæta þessa vitleysu alla,“ segir Jónas Ingimundarson píanóleikari glettnislega um samkomurnar sem hann heldur í Salnum á næstunni í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því hann byrjaði að spila opinberlega fyrir þjóðina. Þær bera yfirskriftina Við slaghörpuna í hálfa öld. Fyrstu tónleikarnir eru nú um helgina, á sunnudag klukkan 12, og daginn áður eru þeir endurteknir, eins og Jónas orðar það, klukkan 10.45 fyrir langt komna söng- og tónlistarnemendur. Dagskráin felst í söng við píanóið og ljóðalestri. Þóra Einarsdóttir söngkona og Kristbjörg Kjeld leikkona koma fram með Jónasi á fyrstu tónleikunum. „Það er glæsilegt listafólk sem ég hef fengið með mér, þú getur ímyndað þér hvort ég finni mig ekki stoltan,“ segir Jónas kampakátur. „Ég vona bara að fólk sjái sér fært að njóta þessa með okkur. Er ekki alveg búið með sunnudagssteikina hvort sem er?“ En hvar skyldi Jónas hafa komið fyrst fram fyrir fimmtíu árum? „Það var nú austur í sveitum í tengslum við kórastarf hjá karli föður mínum í Þorlákshöfn og Hveragerði,“ upplýsir hann og það líka að hann sé fæddur á Bergþórshvoli. Því er hann stoltur af. „Ég er svo heppinn að vera fæddur eftir brennu,“ segir hann glaðlega. Á hádegistónleikunum í Salnum segir Jónas verða blaðað í sönglagastafla heimsins, bæði íslensku og erlendu efni og tekur fram að Reynir Axelsson stærðfræðingur hafi þýtt fyrir hann erlendu ljóðin og gert það vel. „Ljóðin verða lesin á undan hverjum söng,“ útskýrir Jónas. „Núna á sunnudaginn verðum við með kippu af Mozart, við verðum með Þorkel Sigurbjörnsson, æðislega gullmola frá Frakklandi og nokkur Schubertslög í lokin þannig að það er víða leitað fanga. En það er engin krafa um að leikarinn og söngvarinn skilji ljóðið sama skilningi heldur ríkir algert frjálsræði í túlkun. Við ætlum að skapa stemningu og koma bæði flytjendum og áheyrendum inn í heim texta og tóna sem er heillandi. Í nútímanum gengur allt svo hratt fyrir sig. Þá er ljóðið svo hollt.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira