Tvö verk Ásmundar afhjúpuð 10. nóvember 2014 13:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði tvö verk Ásmundar Sveinssonar í Seljahverfi. Öll börn í þriðja, fjórða og fimmta bekk Seljaskóla tóku þátt í viðburðinum. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, afhjúpaði verkin Móðir mín í kví kví og Fýkur yfir hæðir eftir Ásmund Sveinsson við Seljatjörn og Seljakirkju á föstudagsmorgun. Þetta eru fyrstu útilistaverk sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í Seljahverfi. Á sama tíma var opnuð sýning á listaverkum barna í fjórða bekk Seljaskóla í Seljakirkju. Þema sýningarinnar er þjóðsögur og verk Ásmundar Sveinssonar en sýningin er unnin undir handleiðslu kennara í Seljaskóla og í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgina. Öll börn í þriðja, fjórða og fimmta bekk Seljaskóla taka þátt í viðburðinum. Viðburðurinn hófst við Seljatjörn þar sem borgarstjóri afhjúpaði verkið Móðir mín í kví, kví eftir Ásmund Sveinsson. Þaðan var farið í skrúðgöngu að Seljakirkju þar sem borgarstjóri afhjúpaði verkið Fýkur yfir hæðir. Þá var opnuð sýning á verkum barnanna sem þau hafa unnið að undanfarnar vikur í skólanum og í Ásmundarsafni. Á sýningunni eru klippimyndir með tilvísun í Krummasögur, myndasögur með tilvísun í þjóðsöguna um Bakkabræður og leirverk sem hafa vísun til álfasagna. Alls tóku 60 börn þátt í verkefninu en þau hafa jafnframt sótt sér efnivið í verk Ásmundar Sveinssonar. Þau fengu m.a. leiðsögn í Ásmundarsafni um verk Ásmundar og unnu leirverk í safninu. Ásmundur mótaði verkið Fýkur yfir hæðir þegar hann bjó og starfaði á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi á árunum 1931-1933. Um þessa fallegu en jafnframt átakanlegu mynd sagði Ásmundur: „Ég gerði hana í Laugarnesi. Það var bylur úti og mér datt í hug að gera mynd af konu sem reynir að vernda barnið sitt. Lítill strákur kom svo til mín síðar, sá skissuna og segir: „Ég veit hvað þessi mynd heitir.“ „Og hvað heitir hún?“ sagði ég. „Fýkur yfir hæðir,“ sagði stráksi.“ Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, afhjúpaði verkin Móðir mín í kví kví og Fýkur yfir hæðir eftir Ásmund Sveinsson við Seljatjörn og Seljakirkju á föstudagsmorgun. Þetta eru fyrstu útilistaverk sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í Seljahverfi. Á sama tíma var opnuð sýning á listaverkum barna í fjórða bekk Seljaskóla í Seljakirkju. Þema sýningarinnar er þjóðsögur og verk Ásmundar Sveinssonar en sýningin er unnin undir handleiðslu kennara í Seljaskóla og í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgina. Öll börn í þriðja, fjórða og fimmta bekk Seljaskóla taka þátt í viðburðinum. Viðburðurinn hófst við Seljatjörn þar sem borgarstjóri afhjúpaði verkið Móðir mín í kví, kví eftir Ásmund Sveinsson. Þaðan var farið í skrúðgöngu að Seljakirkju þar sem borgarstjóri afhjúpaði verkið Fýkur yfir hæðir. Þá var opnuð sýning á verkum barnanna sem þau hafa unnið að undanfarnar vikur í skólanum og í Ásmundarsafni. Á sýningunni eru klippimyndir með tilvísun í Krummasögur, myndasögur með tilvísun í þjóðsöguna um Bakkabræður og leirverk sem hafa vísun til álfasagna. Alls tóku 60 börn þátt í verkefninu en þau hafa jafnframt sótt sér efnivið í verk Ásmundar Sveinssonar. Þau fengu m.a. leiðsögn í Ásmundarsafni um verk Ásmundar og unnu leirverk í safninu. Ásmundur mótaði verkið Fýkur yfir hæðir þegar hann bjó og starfaði á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi á árunum 1931-1933. Um þessa fallegu en jafnframt átakanlegu mynd sagði Ásmundur: „Ég gerði hana í Laugarnesi. Það var bylur úti og mér datt í hug að gera mynd af konu sem reynir að vernda barnið sitt. Lítill strákur kom svo til mín síðar, sá skissuna og segir: „Ég veit hvað þessi mynd heitir.“ „Og hvað heitir hún?“ sagði ég. „Fýkur yfir hæðir,“ sagði stráksi.“
Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira