Innlent

Samningar í höfn í Kópavogi

vísir/pjetur
Nýr kjarasamningur var undirritaður milli samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Kópavogsbæjar, og Starfsmannafélags Kópavogs á sjöunda tímanum í morgun. Verkfalli sem hefjast átti í dag hefur því verið aflýst.



Í tilkynningu segir að samningurinn sé hinn sami og Sambandið hefur gert við önnur bæjarstarfsmannafélög í landinu og var undirritaður í júlí síðastliðnum og gildir frá 1. maí.

„Þá greiðir Kópavogsbær 35 þúsund króna eingreiðslu til starfsmanna og sérákvæði um háskólamenntaða starfsmenn, svokölluð háskólabókun, fellur niður í lok samningstímans,“ segir ennfremur.

Að lokum segir að bærinn muni einnig jafna kjör ófaglærða á leikskólum við ófaglærða á leikskólum í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×