Innlent

Háskólabókun kom í veg fyrir verkfall

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Nýtt ákvæði um háskólamenntaða kom í veg fyrir að verkfall skylli á í Kópavogi í dag.  Ákvæðið var skilyrði af hálfu starfsmannafélagsins til að verkfalli yrði aflýst, en bærinn féllst á það undir klukkan fimm í morgun, einungis um klukkutíma áður en verkfall átti að hefjast. Skrifað var undir samninginn formlega um klukkan hálf sjö í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Samið var um að svokölluð háskólabókun félli út í lok samningstímans í tengslum við heildarendurskoðun á starfsmati hjá bænum sem tryggi sömu launabætur og bókunin kvað á um. Þá féllst bærinn á kröfu starfsmannafélagsins um að hækkanir í samningnum gildi frá 1. maí síðastliðnum en ekki 1. október eins og bærinn hafði tiltekið í sáttatilboði sínu.

Félagsmenn munu því fá leiðréttingu á launum sínum hálft ár aftur í tímann. Þá felst í samkomulaginu að starfsmenn fái 35 þúsund króna eingreiðslu í samræmi við starfshlutfall en félagið hafði krafist 50 þúsund króna eingreiðslu. Samningurinn tryggir því hag um 200 sumarstarfsmanna og þeirra sem látið hafa af störfum frá 1. maí.

Greidd verða atkvæði um nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu meðal rúmlega 800 félagsmanna Starfsmannafélagsins innan 10 daga.


Tengdar fréttir

Hænuskref áfram í Kópavogi

""Þetta hefur þokast lítið hænuskref áfram en ég get ekki upplýst í hverju það felst,“ sagði Jófríður Hanna Sigmundsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, í kvöld.

Samningar í höfn í Kópavogi

Nýr kjarasamningur var undirritaður milli samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Kópavogsbæjar, og Starfsmannafélags Kópavogs á sjöunda tímanum í morgun. Verkfalli sem hefjast átti í dag hefur því verið aflýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×