Alnafni Gunnars Nelson er fjölhæfur tónlistarmaður Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 14:30 Gunnar hinn íslenski til vinstri og hinn bandaríski til hægri. vísir/getty Bardagakappann Gunnar Nelson þekkja flestir Íslendingar en færri vita kannski að hann á alnafna sem hefur gert það gott í tónlistargeiranum í tæplega þrjá áratugi. Haraldur Dean Nelson, faðir bardagakappans, segir þá feðga ekki hlusta á tónlist Gunnars. Gunnar Nelson fæddist 20. september árið 1967 og er bandarískur tónlistarmaður. Hann er sonur leikarans og tónlistarmannsins Ricky Nelson og leikkonunnar Kristin Harmon. Hann á eineggja tvíburabróður sem heitir Matthew Nelson en þeir bræður hafa unnið saman í tónlistinni síðan þeir fengu samning hjá Geffen Records árið 1989. Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína, After the Rain, árið 1990 sem varð þreföld platínumskífa. Lögin (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection, After the Rain, More Than Ever, Only Time Will Tell og (You Got Me) All Shook Up af plötunni náðu öll á Billboard Top 40-listann og náði hið fyrstnefnda fyrsta sætinu í september árið 1990. Þegar (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection náði fyrsta sætinu fékk Nelson-fjölskyldan sæti í Heimsmetabók Guinness sem eina fjölskyldan sem hafði náð fyrsta sætinu á listanum í þrjár kynslóðir þar sem afi Nelson-tvíburanna, Ozzie Nelson, náði fyrsta sætinu með And Then Some árið 1934 og Ricky Nelson náði fyrsta sætinu með Poor Little Fool árið 1958 og Travelin‘ Man árið 1961. Gunnar er afar fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, þar á meðal trommur, gítar, mandólín og píanó. Gunnar og Matthew Nelson hafa verið iðnir við kolann í tónlistarbransanum síðustu ár og eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin þar sem þeir spila lög föður síns, sem lést í flugslysi árið 1985. Þá vinnur Gunnar nú að plötunni Peace, Out með tvíburabróður sínum og jólaplötunni Christmas with the Nelsons. Lífið hringdi í Harald Dean Nelson, föður hins íslenska Gunnars Nelson, og spurði hann hvort þeir feðgar könnuðust við alnafna Gunnars. „Já við vitum af honum, tvíburabróður Matthew Nelson og syni Ricky Nelson,“ segir Haraldur hlæjandi. Aðspurður hvort Gunnar hlusti á nafna sinn segir Haraldur svo ekki vera. En ætlar hann kannski að byrja á því núna? „Ég veit það ekki. Hann ræður því hvað hann hlustar á.“ Það má geta þess að rúmlega sjötíu þúsund manns líkar við Facebook-síðu íslenska Gunnars Nelson en aðeins tæplega tvö þúsund líkar við bandaríska Gunnar á Facebook.Nelson-tvíburabræðurnir á tónleikum.vísir/getty Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
Bardagakappann Gunnar Nelson þekkja flestir Íslendingar en færri vita kannski að hann á alnafna sem hefur gert það gott í tónlistargeiranum í tæplega þrjá áratugi. Haraldur Dean Nelson, faðir bardagakappans, segir þá feðga ekki hlusta á tónlist Gunnars. Gunnar Nelson fæddist 20. september árið 1967 og er bandarískur tónlistarmaður. Hann er sonur leikarans og tónlistarmannsins Ricky Nelson og leikkonunnar Kristin Harmon. Hann á eineggja tvíburabróður sem heitir Matthew Nelson en þeir bræður hafa unnið saman í tónlistinni síðan þeir fengu samning hjá Geffen Records árið 1989. Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína, After the Rain, árið 1990 sem varð þreföld platínumskífa. Lögin (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection, After the Rain, More Than Ever, Only Time Will Tell og (You Got Me) All Shook Up af plötunni náðu öll á Billboard Top 40-listann og náði hið fyrstnefnda fyrsta sætinu í september árið 1990. Þegar (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection náði fyrsta sætinu fékk Nelson-fjölskyldan sæti í Heimsmetabók Guinness sem eina fjölskyldan sem hafði náð fyrsta sætinu á listanum í þrjár kynslóðir þar sem afi Nelson-tvíburanna, Ozzie Nelson, náði fyrsta sætinu með And Then Some árið 1934 og Ricky Nelson náði fyrsta sætinu með Poor Little Fool árið 1958 og Travelin‘ Man árið 1961. Gunnar er afar fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, þar á meðal trommur, gítar, mandólín og píanó. Gunnar og Matthew Nelson hafa verið iðnir við kolann í tónlistarbransanum síðustu ár og eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin þar sem þeir spila lög föður síns, sem lést í flugslysi árið 1985. Þá vinnur Gunnar nú að plötunni Peace, Out með tvíburabróður sínum og jólaplötunni Christmas with the Nelsons. Lífið hringdi í Harald Dean Nelson, föður hins íslenska Gunnars Nelson, og spurði hann hvort þeir feðgar könnuðust við alnafna Gunnars. „Já við vitum af honum, tvíburabróður Matthew Nelson og syni Ricky Nelson,“ segir Haraldur hlæjandi. Aðspurður hvort Gunnar hlusti á nafna sinn segir Haraldur svo ekki vera. En ætlar hann kannski að byrja á því núna? „Ég veit það ekki. Hann ræður því hvað hann hlustar á.“ Það má geta þess að rúmlega sjötíu þúsund manns líkar við Facebook-síðu íslenska Gunnars Nelson en aðeins tæplega tvö þúsund líkar við bandaríska Gunnar á Facebook.Nelson-tvíburabræðurnir á tónleikum.vísir/getty
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira