Lögreglan segir að vitni að árásinni hafi sagt frá því að rafbyssunni hafi verið beitt tvisvar til þrisvar. Hér í myndbandinu að neðan má sjá þrjá menn koma á hvítum jeppa og ganga að manni sem bíður þeirra. Heyra má í fólki sem varð vitni að árásinni og greina má raddir barna sem þarna voru viðstödd. Í myndbandinu sést þó ekki þegar einn mannanna þriggja, sem komu á jeppanum, beitir rafbyssunni. Lögreglan hefur staðfest að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi verið með lítilsháttar áverka eftir rafbyssuna.
Að sögn lögreglu liggur ástæða slagsmálanna ekki fyrir en talið er að þau tengist einhverskonar uppgjöri.