Bill Gates mættur á Timberlake Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. ágúst 2014 22:34 Vísir/Getty Milljarðamæringurinn Bill Gates er staddur hér á landi og mun vera gestur á tónleikum Justin Timberlake sem fara fram á sunnudagskvöld. Bill Gates kom hingað til lands á einkaþotu sinni og mun eyða helginni hér á landi áður en hann fer á tónleikana, sem eru síðustu tónleikar Timberlake í Evrópu en söngvarinn heldur til Ástralíu eftir að spila í Kórnum. Samkvæmt heimildum Vísis þekkjast Timberlake og Gates og munu þeir eyða tíma saman hér á Íslandi, áður en söngvarinn heldur áfram á tónleikaferðalagi sínu. Timberlake lenti hér á landi fyrr í dag en hann ferðaðist í stórri dökkblárri einkaþotu. Að sögn sjónarvotta var hann með húfu og sólgleraugu þegar hann steig út úr vélinni. Mikill fjöldi fylgdi honum eftir. Sögusagnir eru á kreiki þess efnis að fleiri erlendar stjörnur séu hér á landi. Talið er að Jessica Biel, eiginkona Justin Timberlake, muni vera gestur á tónleikunum hans. Þau giftu sig á Ítalíu fyrir tveimur árum síðan. Beðið er eftir tónleikum Timberlake á sunnudagskvöld með mikilli eftirvæntingu. Tónleikunum verður sjónvarpað í gegnum vefsíðuna Yahoo um gjörvallan heim og er fjölmennt tæknilið statt hér á landi vegna þess. Löngu er uppselt á tónleikana og verður umferð um Kórahverfið takmörkuð verulega á sunnudaginn. Þá munu eingöngu íbúar hverfisins fá leyfi til þess að aka um hverfið. Tónleikagestir eru hvattir til þess að koma gangandi eða á hjóli. Þeir sem koma á bílum geta lagt á tilteknum svæðum í Kópavogi og þaðan verða tíðar strætóferðir, tónleikagestum að kostnaðarlausu. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Milljarðamæringurinn Bill Gates er staddur hér á landi og mun vera gestur á tónleikum Justin Timberlake sem fara fram á sunnudagskvöld. Bill Gates kom hingað til lands á einkaþotu sinni og mun eyða helginni hér á landi áður en hann fer á tónleikana, sem eru síðustu tónleikar Timberlake í Evrópu en söngvarinn heldur til Ástralíu eftir að spila í Kórnum. Samkvæmt heimildum Vísis þekkjast Timberlake og Gates og munu þeir eyða tíma saman hér á Íslandi, áður en söngvarinn heldur áfram á tónleikaferðalagi sínu. Timberlake lenti hér á landi fyrr í dag en hann ferðaðist í stórri dökkblárri einkaþotu. Að sögn sjónarvotta var hann með húfu og sólgleraugu þegar hann steig út úr vélinni. Mikill fjöldi fylgdi honum eftir. Sögusagnir eru á kreiki þess efnis að fleiri erlendar stjörnur séu hér á landi. Talið er að Jessica Biel, eiginkona Justin Timberlake, muni vera gestur á tónleikunum hans. Þau giftu sig á Ítalíu fyrir tveimur árum síðan. Beðið er eftir tónleikum Timberlake á sunnudagskvöld með mikilli eftirvæntingu. Tónleikunum verður sjónvarpað í gegnum vefsíðuna Yahoo um gjörvallan heim og er fjölmennt tæknilið statt hér á landi vegna þess. Löngu er uppselt á tónleikana og verður umferð um Kórahverfið takmörkuð verulega á sunnudaginn. Þá munu eingöngu íbúar hverfisins fá leyfi til þess að aka um hverfið. Tónleikagestir eru hvattir til þess að koma gangandi eða á hjóli. Þeir sem koma á bílum geta lagt á tilteknum svæðum í Kópavogi og þaðan verða tíðar strætóferðir, tónleikagestum að kostnaðarlausu.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira