"Fátækt er ekki skömm“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2014 14:01 Þrír af fjórum meðlimum hópsins Matargjafir. Frá vinstri: Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, Lilja Guðmundsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Á myndina vantar Árdísi Pétursdóttur. vísir/pjetur Á fjórða þúsund er skráð í hópinn Matargjafir á Facebook sem náð hefur að festa sig í sessi í íslensku samfélagi síðustu misseri. Hópurinn var settur á laggirnar í júlílok og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Þangað leitar fólk í mikilli neyð eftir mat handa sér og fjölskyldu sinni ásamt þeim sem vilja láta gott af sér leiða og aðstoða hina bágstöddu. Fólk sækir meðal annars í afganga af kvöldmat og að sögn forsprakka hópsins er þörfin gífurleg. Eldheitar umræður hafa skapast á síðunni í kjölfar frétta af neysluviðmiði fjármálaráðuneytisins þar sem gert er ráð fyrir að hver máltíð á einstakling, miðað við fjögurra manna fjölskyldu, kosti 248 krónur. Þar er meðal annars skorað á ráðherra og þingmenn að ganga í hópinn til þess að sjá stöðuna í samfélaginu með berum augum. „Það er sorglegt að þurfa að ganga svo langt að þeir neyðist til að sjá þetta með berum augum hvað þörfin er mikil og hvað Íslendingar eru að gera hvort fyrir annað. Þörfin er nefnilega svo mikil,“ segir Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, forsprakki hópsins.„Staðan er grafalvarleg“ Hópurinn var settur á laggirnar í sumar og að sögn Jóhönnu átti fólk í fyrstu erfitt með að óska eftir aðstoð. Hún segir þó vissa breytingu hafa orðið á því fólk hafi áttað sig á að þarna séu allir í sama tilgangi og að æ fleiri stígi fram. Fátækt sé ekki skömm og því fleiri sem riti á síðuna og stígi fram því raunverulegri verði staðan. „Fátækt er ekki skömm og það á ekki að fela sig. Þetta verður raunverulegra með hverjum og einum sem stígur fram undir nafni og mynd.“ Fólk þarf að samþykkja ákveðnar reglur áður en það fær inngöngu í hópinn. Jóhanna segir að sífellt sé að fjölga í hópnum en fagnar því að æ fleiri séu að bjóðast til að gefa mat. „Staðan er grafalvarleg og mann verkjar í allan skrokkinn við að lesa þetta. Fólk er í raun og veru að svelta sig til að þess að þau geti gefið börnum sínum að borða. Það er auðvitað bara heimsendir fyrir foreldra að eiga ekki mat fyrir börnin,“ segir Jóhanna sem hvetur alla þá sem geta aðstoð veitt að ganga í hópinn. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Á fjórða þúsund er skráð í hópinn Matargjafir á Facebook sem náð hefur að festa sig í sessi í íslensku samfélagi síðustu misseri. Hópurinn var settur á laggirnar í júlílok og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Þangað leitar fólk í mikilli neyð eftir mat handa sér og fjölskyldu sinni ásamt þeim sem vilja láta gott af sér leiða og aðstoða hina bágstöddu. Fólk sækir meðal annars í afganga af kvöldmat og að sögn forsprakka hópsins er þörfin gífurleg. Eldheitar umræður hafa skapast á síðunni í kjölfar frétta af neysluviðmiði fjármálaráðuneytisins þar sem gert er ráð fyrir að hver máltíð á einstakling, miðað við fjögurra manna fjölskyldu, kosti 248 krónur. Þar er meðal annars skorað á ráðherra og þingmenn að ganga í hópinn til þess að sjá stöðuna í samfélaginu með berum augum. „Það er sorglegt að þurfa að ganga svo langt að þeir neyðist til að sjá þetta með berum augum hvað þörfin er mikil og hvað Íslendingar eru að gera hvort fyrir annað. Þörfin er nefnilega svo mikil,“ segir Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, forsprakki hópsins.„Staðan er grafalvarleg“ Hópurinn var settur á laggirnar í sumar og að sögn Jóhönnu átti fólk í fyrstu erfitt með að óska eftir aðstoð. Hún segir þó vissa breytingu hafa orðið á því fólk hafi áttað sig á að þarna séu allir í sama tilgangi og að æ fleiri stígi fram. Fátækt sé ekki skömm og því fleiri sem riti á síðuna og stígi fram því raunverulegri verði staðan. „Fátækt er ekki skömm og það á ekki að fela sig. Þetta verður raunverulegra með hverjum og einum sem stígur fram undir nafni og mynd.“ Fólk þarf að samþykkja ákveðnar reglur áður en það fær inngöngu í hópinn. Jóhanna segir að sífellt sé að fjölga í hópnum en fagnar því að æ fleiri séu að bjóðast til að gefa mat. „Staðan er grafalvarleg og mann verkjar í allan skrokkinn við að lesa þetta. Fólk er í raun og veru að svelta sig til að þess að þau geti gefið börnum sínum að borða. Það er auðvitað bara heimsendir fyrir foreldra að eiga ekki mat fyrir börnin,“ segir Jóhanna sem hvetur alla þá sem geta aðstoð veitt að ganga í hópinn.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira