Ellefu þúsund krónur í dagpeninga vegna fæðis 14. október 2014 20:10 Ríkisstarfsmaður á ferðalagi innanlands fær tæplega ellefu þúsund krónur í dagpeninga fyrir fæði. Á sama tíma reiknar Fjármálaráðuneytið með að fjögurra manna fjölskylda eyði tæpum þrjú þúsund krónum í mat á dag. Landbúnaðarráðherra segir að til greina komi að endurskoða þau neysluviðmið sem fram koma í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. Eins og fram kom í fréttum í gær reiknar ráðuneytið með að hver máltíð einstaklings í fjögurra manna fjölskyldu kosti 248 krónur. Fyrir 248 krónu má til dæmis kaupa eitt kíló af kartöflum. Reikna má með að ríkisstarfsmenn á ferðalögum innanlands geti valið úr fjölbreyttari fæðu. Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að starfsmaður sem dvelur á sex til tíu tíma ferðalagi innanlands fær 5.400 krónur í dagpeninga fyrir mat og 10.800 krónur ef hann dvelur lengur. Á sama tíma er neysluviðmið ráðuneytisins fyrir fjögurra manna fjölskyldi 2.980 krónur á dag, eða 248 krónur hver máltíð á einstakling. Ríkisstarfsmaður gæti því keypt sér 43 máltíðir samkvæmt þessu. En hvað gerist þegar fólk með lágar tekjur kaupir í matinn? „Þau velja, freistast frekar eða neyðast, til að kaupa sér óhollari saðningu þar sem að minna er um hollustuefni en meira af sykri og óhollri fita og svo framvegis,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Málið var til umfjöllunar á Alþingi í dag. „Annað er það að hér hafi orðið einhver mistök sem hljóta að kalla á að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um hækkun á virðisaukaskatti á matvælum verði endurskoðaðar. Eða þá hitt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi náð slíkum árangri í spariinnkaupum að þau skuldi okkur öllum hinum námskeið í því hvernig eigi að láta enda ná saman með matarkostnaði upp á 248 krónur fyrir einstakling hver máltíð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Í fjarveru Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, var Sigurður Ingi Jóhansson, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra til svara. „Varðandi þeir fréttir sem hafa verið um neysluviðmið tel ég það einboðið að þingnefnd sem fjalli um þetta mál taki það til ítarlegrar skoðunar. Komi í ljós að menn séu að miða þar við röng viðmið, eða að einhverju leyti ekki fullnægjandi, þá býst ég við að í meðferð þingsins taki menn það til gagngerrar skoðunar og leysi úr því.“ Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52 "Fátækt er ekki skömm“ Hópur fólks skorar á ráðherra að ganga í hópinn Matargjafir. Þar óska bágstaddir eftir matargjöfum en hátt í fjórða þúsund er skráð í hópinn. 14. október 2014 14:01 Eiga 200 króna afgang eftir hádegismat í þinginu samkvæmt neysluviðmiði Ráðuneytin greiða starfsmönnum á ferðalagi 10.800 krónur í fæði á dag en gera ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda borði fyrir 3.000 krónur. 14. október 2014 15:13 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Ríkisstarfsmaður á ferðalagi innanlands fær tæplega ellefu þúsund krónur í dagpeninga fyrir fæði. Á sama tíma reiknar Fjármálaráðuneytið með að fjögurra manna fjölskylda eyði tæpum þrjú þúsund krónum í mat á dag. Landbúnaðarráðherra segir að til greina komi að endurskoða þau neysluviðmið sem fram koma í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. Eins og fram kom í fréttum í gær reiknar ráðuneytið með að hver máltíð einstaklings í fjögurra manna fjölskyldu kosti 248 krónur. Fyrir 248 krónu má til dæmis kaupa eitt kíló af kartöflum. Reikna má með að ríkisstarfsmenn á ferðalögum innanlands geti valið úr fjölbreyttari fæðu. Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að starfsmaður sem dvelur á sex til tíu tíma ferðalagi innanlands fær 5.400 krónur í dagpeninga fyrir mat og 10.800 krónur ef hann dvelur lengur. Á sama tíma er neysluviðmið ráðuneytisins fyrir fjögurra manna fjölskyldi 2.980 krónur á dag, eða 248 krónur hver máltíð á einstakling. Ríkisstarfsmaður gæti því keypt sér 43 máltíðir samkvæmt þessu. En hvað gerist þegar fólk með lágar tekjur kaupir í matinn? „Þau velja, freistast frekar eða neyðast, til að kaupa sér óhollari saðningu þar sem að minna er um hollustuefni en meira af sykri og óhollri fita og svo framvegis,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Málið var til umfjöllunar á Alþingi í dag. „Annað er það að hér hafi orðið einhver mistök sem hljóta að kalla á að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um hækkun á virðisaukaskatti á matvælum verði endurskoðaðar. Eða þá hitt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi náð slíkum árangri í spariinnkaupum að þau skuldi okkur öllum hinum námskeið í því hvernig eigi að láta enda ná saman með matarkostnaði upp á 248 krónur fyrir einstakling hver máltíð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Í fjarveru Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, var Sigurður Ingi Jóhansson, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra til svara. „Varðandi þeir fréttir sem hafa verið um neysluviðmið tel ég það einboðið að þingnefnd sem fjalli um þetta mál taki það til ítarlegrar skoðunar. Komi í ljós að menn séu að miða þar við röng viðmið, eða að einhverju leyti ekki fullnægjandi, þá býst ég við að í meðferð þingsins taki menn það til gagngerrar skoðunar og leysi úr því.“
Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52 "Fátækt er ekki skömm“ Hópur fólks skorar á ráðherra að ganga í hópinn Matargjafir. Þar óska bágstaddir eftir matargjöfum en hátt í fjórða þúsund er skráð í hópinn. 14. október 2014 14:01 Eiga 200 króna afgang eftir hádegismat í þinginu samkvæmt neysluviðmiði Ráðuneytin greiða starfsmönnum á ferðalagi 10.800 krónur í fæði á dag en gera ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda borði fyrir 3.000 krónur. 14. október 2014 15:13 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00
Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52
"Fátækt er ekki skömm“ Hópur fólks skorar á ráðherra að ganga í hópinn Matargjafir. Þar óska bágstaddir eftir matargjöfum en hátt í fjórða þúsund er skráð í hópinn. 14. október 2014 14:01
Eiga 200 króna afgang eftir hádegismat í þinginu samkvæmt neysluviðmiði Ráðuneytin greiða starfsmönnum á ferðalagi 10.800 krónur í fæði á dag en gera ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda borði fyrir 3.000 krónur. 14. október 2014 15:13