Nærri 70 prósent á móti sölu áfengis í matvöruverslunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. október 2014 08:45 Það kemur Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á óvart að næstum 70 prósent landsmanna séu á móti sölu alls áfengis í verslunum. „Miðað við kannanir sem hafa komið áður og líka þann stuðning sem ég hef fundið við meðferð málsins á meðal almennings, þá gerir það það,“ segir Vilhjálmur. Um62 prósent svarenda í nýrri könnun Fréttablaðsins eru á móti sölu áfengis í búðum, 30 prósent eru hlynnt, sex prósent óákveðin en eitt prósent svaraði ekki spurningunni. Þegar einungis er litið til svara þeirra sem tóku afstöðu er hlutfallið 67 á móti 33. Vilhjálmur hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að einkasala ríkisins á áfengi verði afnumin. Meðflutningsmenn Vilhjálms á frumvarpinu eru úr öllum þingflokkum nema Samfylkingunni og VG. Frumvarpið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar í gær eftir fyrstu umræðu í þinginu. Vilhjálmur segir að andstæðingar frumvarpsins hafi verið áberandi í umræðunni að undanförnu. „Þannig að við eigum eftir að koma betri svörum á framfæri og þá held ég að þessi hlutföll muni breytast,“ segir Vilhjálmur. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, er ósammála Vilhjálmi. „Mér finnst þetta ánægjuleg tíðindi og nokkuð í samræmi við það sem ég hafði búist við. Maður heyrir þessi viðhorf mjög víða, ekki bara frá heilbrigðisstéttum og lýðheilsufólki heldur almenningi líka. Fólk skynjar að þetta yrði ekki heillaspor.“ Hringt var í 1.241 mann á öllu landinu dagana 21. og 22. október þangað til náðist í 801. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Það kemur Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á óvart að næstum 70 prósent landsmanna séu á móti sölu alls áfengis í verslunum. „Miðað við kannanir sem hafa komið áður og líka þann stuðning sem ég hef fundið við meðferð málsins á meðal almennings, þá gerir það það,“ segir Vilhjálmur. Um62 prósent svarenda í nýrri könnun Fréttablaðsins eru á móti sölu áfengis í búðum, 30 prósent eru hlynnt, sex prósent óákveðin en eitt prósent svaraði ekki spurningunni. Þegar einungis er litið til svara þeirra sem tóku afstöðu er hlutfallið 67 á móti 33. Vilhjálmur hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að einkasala ríkisins á áfengi verði afnumin. Meðflutningsmenn Vilhjálms á frumvarpinu eru úr öllum þingflokkum nema Samfylkingunni og VG. Frumvarpið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar í gær eftir fyrstu umræðu í þinginu. Vilhjálmur segir að andstæðingar frumvarpsins hafi verið áberandi í umræðunni að undanförnu. „Þannig að við eigum eftir að koma betri svörum á framfæri og þá held ég að þessi hlutföll muni breytast,“ segir Vilhjálmur. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, er ósammála Vilhjálmi. „Mér finnst þetta ánægjuleg tíðindi og nokkuð í samræmi við það sem ég hafði búist við. Maður heyrir þessi viðhorf mjög víða, ekki bara frá heilbrigðisstéttum og lýðheilsufólki heldur almenningi líka. Fólk skynjar að þetta yrði ekki heillaspor.“ Hringt var í 1.241 mann á öllu landinu dagana 21. og 22. október þangað til náðist í 801.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira