Nærri 70 prósent á móti sölu áfengis í matvöruverslunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. október 2014 08:45 Það kemur Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á óvart að næstum 70 prósent landsmanna séu á móti sölu alls áfengis í verslunum. „Miðað við kannanir sem hafa komið áður og líka þann stuðning sem ég hef fundið við meðferð málsins á meðal almennings, þá gerir það það,“ segir Vilhjálmur. Um62 prósent svarenda í nýrri könnun Fréttablaðsins eru á móti sölu áfengis í búðum, 30 prósent eru hlynnt, sex prósent óákveðin en eitt prósent svaraði ekki spurningunni. Þegar einungis er litið til svara þeirra sem tóku afstöðu er hlutfallið 67 á móti 33. Vilhjálmur hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að einkasala ríkisins á áfengi verði afnumin. Meðflutningsmenn Vilhjálms á frumvarpinu eru úr öllum þingflokkum nema Samfylkingunni og VG. Frumvarpið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar í gær eftir fyrstu umræðu í þinginu. Vilhjálmur segir að andstæðingar frumvarpsins hafi verið áberandi í umræðunni að undanförnu. „Þannig að við eigum eftir að koma betri svörum á framfæri og þá held ég að þessi hlutföll muni breytast,“ segir Vilhjálmur. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, er ósammála Vilhjálmi. „Mér finnst þetta ánægjuleg tíðindi og nokkuð í samræmi við það sem ég hafði búist við. Maður heyrir þessi viðhorf mjög víða, ekki bara frá heilbrigðisstéttum og lýðheilsufólki heldur almenningi líka. Fólk skynjar að þetta yrði ekki heillaspor.“ Hringt var í 1.241 mann á öllu landinu dagana 21. og 22. október þangað til náðist í 801. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Það kemur Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á óvart að næstum 70 prósent landsmanna séu á móti sölu alls áfengis í verslunum. „Miðað við kannanir sem hafa komið áður og líka þann stuðning sem ég hef fundið við meðferð málsins á meðal almennings, þá gerir það það,“ segir Vilhjálmur. Um62 prósent svarenda í nýrri könnun Fréttablaðsins eru á móti sölu áfengis í búðum, 30 prósent eru hlynnt, sex prósent óákveðin en eitt prósent svaraði ekki spurningunni. Þegar einungis er litið til svara þeirra sem tóku afstöðu er hlutfallið 67 á móti 33. Vilhjálmur hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að einkasala ríkisins á áfengi verði afnumin. Meðflutningsmenn Vilhjálms á frumvarpinu eru úr öllum þingflokkum nema Samfylkingunni og VG. Frumvarpið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar í gær eftir fyrstu umræðu í þinginu. Vilhjálmur segir að andstæðingar frumvarpsins hafi verið áberandi í umræðunni að undanförnu. „Þannig að við eigum eftir að koma betri svörum á framfæri og þá held ég að þessi hlutföll muni breytast,“ segir Vilhjálmur. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, er ósammála Vilhjálmi. „Mér finnst þetta ánægjuleg tíðindi og nokkuð í samræmi við það sem ég hafði búist við. Maður heyrir þessi viðhorf mjög víða, ekki bara frá heilbrigðisstéttum og lýðheilsufólki heldur almenningi líka. Fólk skynjar að þetta yrði ekki heillaspor.“ Hringt var í 1.241 mann á öllu landinu dagana 21. og 22. október þangað til náðist í 801.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira