Listasagan, vídeó og gagnvirkt verk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2014 10:00 Eitt af verkum Errós. Erró fær að láni myndir og myndbrot úr verkum eftir marga þekktustu listamenn sögunnar eins og Picasso og Léger á sýningunni Erró og listasagan sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á laugardaginn. Enn fremur er Erró með tilvísanir í verk minna þekktra listamanna frá ólíkum skeiðum sögunnar. Þannig má segja að hann skrifi sína eigin útgáfu af listasögunni í verkum sínum. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Við þetta tækifæri mun Erró afhenda viðurkenningu og verðlaunafé úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur til listakonu sem þykir skara fram úr.Skipbrot úr framtíðinni… Ásdís Sif Gunnarsdóttir vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum. „Þetta eru upptökur úr verki sem ég sýndi í Hafnarhúsinu 2006, á stórri hópsýningu sem hét Pakkhús postulanna,“ útskýrir hún. „Mitt verk á þeirri sýningu var innsetning sem ég vann meðan á sýningunni stóð. Einnig gerði ég af og til upptökur þar inni og það eru þær sem ég er nú að sýna á átta skjáum. Stundum sjást sýningargestirnir labba í gegn, sem er mjög skemmtilegt.“Gestir geta breytt verkinu Verkið Gagnvirkur veggur eftir listamennina Mojoko og Shang Liang er gagnvirkt listaverk samsett úr 200 myndum frá popplist og dægurmenningu Asíu og Vesturlanda. Mojoko gerði grafíkina en Shang Liang sá um forritunina. Hljóðnemi er tengdur í verkið og geta sýningargestir talað, blístrað eða kallað í hann og myndirnar í verkinu breytast eftir hljómi eða hljóðstyrk. Sýningarnar þrjár verða opnaðar klukkan 16 en þar að auki býður Listasafn Reykjavíkur til formlegrar afhjúpunar á vegglistaverki Errós á Álftahólum 4-6 klukkan 14. Það gerir borgarstjórinn að viðstöddum listamanninum. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Erró fær að láni myndir og myndbrot úr verkum eftir marga þekktustu listamenn sögunnar eins og Picasso og Léger á sýningunni Erró og listasagan sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á laugardaginn. Enn fremur er Erró með tilvísanir í verk minna þekktra listamanna frá ólíkum skeiðum sögunnar. Þannig má segja að hann skrifi sína eigin útgáfu af listasögunni í verkum sínum. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Við þetta tækifæri mun Erró afhenda viðurkenningu og verðlaunafé úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur til listakonu sem þykir skara fram úr.Skipbrot úr framtíðinni… Ásdís Sif Gunnarsdóttir vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum. „Þetta eru upptökur úr verki sem ég sýndi í Hafnarhúsinu 2006, á stórri hópsýningu sem hét Pakkhús postulanna,“ útskýrir hún. „Mitt verk á þeirri sýningu var innsetning sem ég vann meðan á sýningunni stóð. Einnig gerði ég af og til upptökur þar inni og það eru þær sem ég er nú að sýna á átta skjáum. Stundum sjást sýningargestirnir labba í gegn, sem er mjög skemmtilegt.“Gestir geta breytt verkinu Verkið Gagnvirkur veggur eftir listamennina Mojoko og Shang Liang er gagnvirkt listaverk samsett úr 200 myndum frá popplist og dægurmenningu Asíu og Vesturlanda. Mojoko gerði grafíkina en Shang Liang sá um forritunina. Hljóðnemi er tengdur í verkið og geta sýningargestir talað, blístrað eða kallað í hann og myndirnar í verkinu breytast eftir hljómi eða hljóðstyrk. Sýningarnar þrjár verða opnaðar klukkan 16 en þar að auki býður Listasafn Reykjavíkur til formlegrar afhjúpunar á vegglistaverki Errós á Álftahólum 4-6 klukkan 14. Það gerir borgarstjórinn að viðstöddum listamanninum.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira