Innlent

Heildarafli næsta fiskveiðiárs ákveðinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VIsir/JÓn
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur tekið ákvörðun um heildarafla tiltekinna fisktegunda fyrir næsta fiskveiðiár 2014 til 2015 en ráðherra fylgir tillögum Hafrannsóknarstofnunnar um ráðlagðan heildarafla í öllum tegundum

„Mér finnst mikilvægt að viðhalda orðspori okkar meðal fiskveiðiþjóða og á markaðssvæðum sem sjálfbær nýtingarþjóð sem byggir ákvarðanir sínar á vísindum. Mér finnst einnig  mikilvægt að við tryggjum sem best gæði og getu til rannsókna. Því kalla ég eftir  samstarfi og samráði  vísindamanna og sjómanna því reynsla sjómanna stangast stundum á við niðurstöðu  vísindanna,“ er haft eftir Sigurði Inga í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Samhliða ákvörðun um heildaraflamark verður gefin út reglugerð sem felur í sér breytingu á leyfilegum heildarafla í makríl. Ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES) var hækkuð í 1.011 þúsund tonn í maí. Var heildaraflinn því aukinn í 167.826 tonn til  samræmis við þau 16,6% af ráðgjöf sem tekin var ákvörðun um í apríl.

Hér að neðan má sjá ákvörðun fyrir einstaka fisktegundir samanborið við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar. Til samanburðar fylgir með ákvörðun ráðherra um heildarafla árana 2013 til 2014

Tegund

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar 

2014/2015 

Lestir

Ákvörðun um heildarafla 

2014/2015 

Lestir



Ákvörðun um

heildarafla


2013/2014





Blálanga

3.100

3.100

 
Djúpkarfi

10.000

10.000

10.000

Grálúða

25.000*

14.100

12.480

Gullkarfi

48.000

45.600

52.000

Gulllax

8.000

8.000

 
Humar

1.650

1.650

1.750

Íslensk sumargotssíld

83.000

82.200

87.000

 

Keila

4.000

3.700

5.900

Langa

14.300

13.800

13.500

Langlúra

1.100

1.100

1.100

Litli karfi

1.500

1.500

 
Sandkoli

1.000

1.000

0.5

Skarkoli

7.000

7.000

6.500

Skrápflúra

0

0

0.2

Skötuselur

1.000

1.000

1.500

Steinbítur

7.500

7.500

7.500

Ufsi

58.000

58.000

57.000

Úthafsrækja

5.000

5.000

 
Rækja við Snæfellsnes

600

600

 
Ýsa

30.400

30.400

38.000

Þorskur

218.000

216.000

214.000

Þykkvalúra/Sólkoli

1.600

1.600

1.600



Úr töflunni má lesa að heildarafli í þorski, gullkarfa, löngu, grálúðu og keilu en minni en ráðgjöf stofnunarinnar. Að sögn ráðuneytisins er það vegna væntra veiða Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga í lögsögunni í samræmi við tvíhliða samninga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×