Innlent

EFTA veitir álit í máli gegn íslenska ríkinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Í málinu er krafist endurgreiðslu skatta sem Atli telur sig hafa ofgreitt.
Í málinu er krafist endurgreiðslu skatta sem Atli telur sig hafa ofgreitt. Vísir/Stefán
EFTA-dómstóllinn veitti í dag ráðgefandi álit um spurningar Hæstaréttar í máli Atla Gunnarssonar gegn íslenska ríkinu. Í málinu krefst Atli endurgreiðslu þeirra skatta sem hann telur sig hafa ofgreitt vegna þess að honum var ekki heimilt að nýta persónuafslátt konu sinnar á meðan þau bjuggu í Danmörku.

Samkvæmt íslenskum lögum sem þá giltu þurftu báðir makar að hafa heimilisfesti á Íslandi til að unnt væri að samnýta persónuafslátt. Dómstóllinn telur óhagfelldari skattameðferð af þessu tagi í garð lífeyrisþega og eiginkonu hans ekki samrýmast tilskipun EFTA-sambandsins og að gefa hefði átt hjónunum kost á því að samnýta persónuafsláttinn.

Lesa má nánar um álit EFTA-dómstólsins í fréttatilkynningu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×