Innlent

Langflestir ætla að ferðast innanlands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Flúðum.
Frá Flúðum. Vísir/Pjetur
Rúm 83 prósent Íslendinga ætla að skoða landið sitt í sumar og rúm 38 prósent ætla út fyrir landsteinana í fríinu sínu. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Í niðurstöðum könnunarinnar, sem framkvæmd var 18. til 23. júní og náði til 943 einstaklinga átján ára og eldri, kemur fram að íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru líklegri til að halda utan en íbúar á landsbyggðinni. Þá eru tekjuhærri einstaklingar sömuleiðis líklegri til að dvelja erlendis í sumarfríinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×