Hún minnir á að Stefáni Karli og Elínu hafi „lent saman“ á dögunum þegar Stefán gagnrýndi Elínu fyrir að segja að Vigdís væri lögð í einelti á Alþingi. Stefán Karl hefur lengi barist gegn einelti og fannst honum Elín gera lítið úr hugtakinu með því að fullyrða að Vigdís væri fórnarlamb eineltis.
„Ég hvet EGF til að hætta að kaupa auglýsingar á þessum miðli sem kennnir sig við „konur““, segir Vigdís í færslunni.
Vigdís tengir síðan við grein í Kvennablaðinu sem ber titilinn „Viskubrunnur Vigdísar“.

„Eru þær konur sem sem eru pistlahöfundar hér stoltar af þessum miðli - um leið og átakinu „konur til forystu“ var hleypt af stokkunum?,“ spyr hún ennfremur og bætir við:
„Svari nú hver fyrir sig!!!“