Krefst þess að BÍ fjalli um ummæli Vigdísar Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2014 13:49 Blaðamenn furða sig á ummælum Vigdísar Hauksdóttur og þess krafist að BÍ láti málið til sín taka. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Fréttatímans, krefst þess að Blaðamannafélag Íslands fjalli sérstaklega um ummæli Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu og formanns fjárlaganefndar, sem hefur hvatt húðvöruframleiðandann EGF til þess að hætta að auglýsa í Kvennablaðinu.„Ég hvet EGF til að hætta að kaupa auglýsingar á þessum miðli sem kennnir sig við „konur,“ segir Vigdís í færslunni. Sigríður Dögg segir ummælin forkastanleg, segir að þarna sé verið að grafa undan fjárhagslegum grundvelli miðilsins og telur einboðið að Blaðamannafélag Íslands láti málið til sín taka. Nokkrar umræður hafa spunnist um málið á vefsvæðinu og eru flestir þeirrar skoðunar að um sé að ræða þvingunaraðgerðir, skoðanakúgun og þöggunartilburði af hálfu Vigdísar. Meðal þeirra sem taka til máls er Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks, hann er ómyrkur í máli: „Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki aðeins búinn að opinbera sinn einfeldningsfasisma um að rétt sé að beita þvingunaraðgerðum til að þagga niður í fjölmiðlum, heldur hefur hún skákað nýsköpunarfyrirtækinu út í horn og sett það í skelfilega stöðu. Ef auglýsingar um húðdropa hætta nú að birtast í Kvennablaðinu loðir eftir óvissa um eðli þeirra „viðskiptalegu forsendna“ sem liggja þar að baki,“ skrifar Kristinn og tengir við frétt um EGF-húðvörur. Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pítata, hefur boðað að málið verði tekið upp á þingi.Uppfært 14:20 Blaðamannafélagið mun funda vegna málsins í dag klukkan fimm. Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Fréttatímans, krefst þess að Blaðamannafélag Íslands fjalli sérstaklega um ummæli Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu og formanns fjárlaganefndar, sem hefur hvatt húðvöruframleiðandann EGF til þess að hætta að auglýsa í Kvennablaðinu.„Ég hvet EGF til að hætta að kaupa auglýsingar á þessum miðli sem kennnir sig við „konur,“ segir Vigdís í færslunni. Sigríður Dögg segir ummælin forkastanleg, segir að þarna sé verið að grafa undan fjárhagslegum grundvelli miðilsins og telur einboðið að Blaðamannafélag Íslands láti málið til sín taka. Nokkrar umræður hafa spunnist um málið á vefsvæðinu og eru flestir þeirrar skoðunar að um sé að ræða þvingunaraðgerðir, skoðanakúgun og þöggunartilburði af hálfu Vigdísar. Meðal þeirra sem taka til máls er Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks, hann er ómyrkur í máli: „Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki aðeins búinn að opinbera sinn einfeldningsfasisma um að rétt sé að beita þvingunaraðgerðum til að þagga niður í fjölmiðlum, heldur hefur hún skákað nýsköpunarfyrirtækinu út í horn og sett það í skelfilega stöðu. Ef auglýsingar um húðdropa hætta nú að birtast í Kvennablaðinu loðir eftir óvissa um eðli þeirra „viðskiptalegu forsendna“ sem liggja þar að baki,“ skrifar Kristinn og tengir við frétt um EGF-húðvörur. Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pítata, hefur boðað að málið verði tekið upp á þingi.Uppfært 14:20 Blaðamannafélagið mun funda vegna málsins í dag klukkan fimm.
Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira