Blása lífi í þöglar styttur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. maí 2014 12:00 Sigríður Þóra: "Við lögðum upp með það markmið að blása lífi í garðinn og þessar þöglu styttur Einars með léttleika og húmor í fyrirrúmi.“ Vísir/Vilhelm Ungir listamenn leggja garð Listasafns Einars Jónssonar undir sig á morgun með sýningu á innsetningum, hlóðverkum og skúlptúrum. "Að sýningunni stendur hópur sem er í kúrs sem heitir Sýningastjórnun og sýningagerð og bæði nemendur úr myndlist í Listaháskóla Íslands og listfræði í Háskóla Íslands sækja,“ segir Sigríður Þóra Óðinsdóttir, sem bæði kemur að sýningagerðinni og á verk á sýningunni. „Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir og Jón Proppé sem kenna námskeiðið fengu leyfi hjá safni Einars Jónssonar til þess að setja upp sýningu í garðinum og stukku auðvitað á það.“ Hópurinn samanstendur af 26 nemendum sem vinna að uppsetningu sýningarinnar undir leiðsögn kennaranna tveggja. „Þau sem sýna eru ungir listamenn sem hafa útskrifast á síðustu tíu árum og auk þess eru þrjú nemendaverk á sýningunni,“ segir Sigríður Þóra. „Þetta eru tólf verk, ýmist einstaklingsverkefni eða hópvinna, og við lögðum upp með það markmið að blása lífi í garðinn og þessar þöglu styttur Einars með léttleika og húmor í fyrirrúmi.“ Verkin eru af ýmsum toga; gjörningar, hljóðverk og skúlptúrar og öll unnin út frá verkum Einars Jónssonar eða honum sem persónu. „Sumir vinna út frá ákveðnum verkum í garðinum en aðrir vinna með hugmyndir Einars, hvernig hann sá sig sem listamann og hann sjálfan sem manneskju. Þannig að öll verkin tengjast honum á einn eða annan hátt,“ segir Sigríður Þóra. Sýningin hefst klukkan 15 á morgun og stendur til klukkan 17. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ungir listamenn leggja garð Listasafns Einars Jónssonar undir sig á morgun með sýningu á innsetningum, hlóðverkum og skúlptúrum. "Að sýningunni stendur hópur sem er í kúrs sem heitir Sýningastjórnun og sýningagerð og bæði nemendur úr myndlist í Listaháskóla Íslands og listfræði í Háskóla Íslands sækja,“ segir Sigríður Þóra Óðinsdóttir, sem bæði kemur að sýningagerðinni og á verk á sýningunni. „Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir og Jón Proppé sem kenna námskeiðið fengu leyfi hjá safni Einars Jónssonar til þess að setja upp sýningu í garðinum og stukku auðvitað á það.“ Hópurinn samanstendur af 26 nemendum sem vinna að uppsetningu sýningarinnar undir leiðsögn kennaranna tveggja. „Þau sem sýna eru ungir listamenn sem hafa útskrifast á síðustu tíu árum og auk þess eru þrjú nemendaverk á sýningunni,“ segir Sigríður Þóra. „Þetta eru tólf verk, ýmist einstaklingsverkefni eða hópvinna, og við lögðum upp með það markmið að blása lífi í garðinn og þessar þöglu styttur Einars með léttleika og húmor í fyrirrúmi.“ Verkin eru af ýmsum toga; gjörningar, hljóðverk og skúlptúrar og öll unnin út frá verkum Einars Jónssonar eða honum sem persónu. „Sumir vinna út frá ákveðnum verkum í garðinum en aðrir vinna með hugmyndir Einars, hvernig hann sá sig sem listamann og hann sjálfan sem manneskju. Þannig að öll verkin tengjast honum á einn eða annan hátt,“ segir Sigríður Þóra. Sýningin hefst klukkan 15 á morgun og stendur til klukkan 17.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira