Eftirlitsleysi með lögráðamönnum sjálfræðissviptra Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. maí 2014 19:30 Í minnisblaði sem Geðhjálp sendi á innanríkisráðuneytið í byrjun apríl, kemur fram að víða sé pottur brotinn í málefnum sjálfræðissviptra einstaklinga og lögráðamanna þeirra hér á landi. Ekki liggja fyrir samræmdar verklagsreglur um hvernig vali og eftirliti með störfum lögráðamannana er háttað og því er afar óljóst hvað felst í því að vera lögráðamaður hjá ólíkum sýslumannsembættum. Í 54. grein lögræðislaga kemur fram að lögráðamaður skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi, ráðvandur og ráðdeildarsamur og að öðru leiti vel til starfsins fallinn. Aftur á móti er ekk farið fram á að lögráðamaður sé með hreint sakavottorð né skili inn öðrum vottorðum, til dæmis í tengslum við fjármál. Afleiðingin getur því verið að óæskilegir einstaklingar taki að sér ábyrð á sjálfræðissviptum einstaklingum – sumum mjög veikum. Í minnisblaðinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að dæmi sé um að dæmdur kynferðisafbrotamaður hafi verið lögráðamaður mjög veiks einstaklings. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að eftirliti með störfum lögráðamanna sé ábótavant. „Það virðist vera mjög lítið eftirlit. Það getur valdið því að það er brotið á mannréttindum fólks og það fær ekki þá þjónstu sem það á að fá með alvarlegum afleiðingum," segir hún. Þegar einstaklingur er sviptur sjálfræði eru lögráðamenn yfirleitt valdir af honum sjálfum eða viðkomandi sýslumannsembætti. Þegar sýslumannsembætti velja lögráðamenn verða lögmenn fyrir valinu en í öðrum tilfellum er um að ræða ættingja eða vini. Ekki hafa verið teknar saman heildartölur um fjölda lögráðamanna eða greiðslur til þeirra. Sjálfræðissviptir einstaklingar, sem eru í flestum tilfellum á örorkubótum, greiða lögráðamanni sínum laun úr eigin vasa. Lögmenn fá greidddar tólf þúsund krónur á klukkustund fyrir vinnu sína í starfi lögráðamanna en ættingjar og vinir þiggja oft ekki laun fyrir slíka vinnu. Anna Gunnhildur segir ekki eðlilegt að sjálfræðissviptir greiði þennan kostnað úr eigin vasa. „Í íslensku velferðarsamfélagi finnst mér hræðilegt að svona veikt fólk þurfi að borga fólki til að taka ákvarðanir um líf þess," segir Anna Gunnhildur. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Í minnisblaði sem Geðhjálp sendi á innanríkisráðuneytið í byrjun apríl, kemur fram að víða sé pottur brotinn í málefnum sjálfræðissviptra einstaklinga og lögráðamanna þeirra hér á landi. Ekki liggja fyrir samræmdar verklagsreglur um hvernig vali og eftirliti með störfum lögráðamannana er háttað og því er afar óljóst hvað felst í því að vera lögráðamaður hjá ólíkum sýslumannsembættum. Í 54. grein lögræðislaga kemur fram að lögráðamaður skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi, ráðvandur og ráðdeildarsamur og að öðru leiti vel til starfsins fallinn. Aftur á móti er ekk farið fram á að lögráðamaður sé með hreint sakavottorð né skili inn öðrum vottorðum, til dæmis í tengslum við fjármál. Afleiðingin getur því verið að óæskilegir einstaklingar taki að sér ábyrð á sjálfræðissviptum einstaklingum – sumum mjög veikum. Í minnisblaðinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að dæmi sé um að dæmdur kynferðisafbrotamaður hafi verið lögráðamaður mjög veiks einstaklings. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að eftirliti með störfum lögráðamanna sé ábótavant. „Það virðist vera mjög lítið eftirlit. Það getur valdið því að það er brotið á mannréttindum fólks og það fær ekki þá þjónstu sem það á að fá með alvarlegum afleiðingum," segir hún. Þegar einstaklingur er sviptur sjálfræði eru lögráðamenn yfirleitt valdir af honum sjálfum eða viðkomandi sýslumannsembætti. Þegar sýslumannsembætti velja lögráðamenn verða lögmenn fyrir valinu en í öðrum tilfellum er um að ræða ættingja eða vini. Ekki hafa verið teknar saman heildartölur um fjölda lögráðamanna eða greiðslur til þeirra. Sjálfræðissviptir einstaklingar, sem eru í flestum tilfellum á örorkubótum, greiða lögráðamanni sínum laun úr eigin vasa. Lögmenn fá greidddar tólf þúsund krónur á klukkustund fyrir vinnu sína í starfi lögráðamanna en ættingjar og vinir þiggja oft ekki laun fyrir slíka vinnu. Anna Gunnhildur segir ekki eðlilegt að sjálfræðissviptir greiði þennan kostnað úr eigin vasa. „Í íslensku velferðarsamfélagi finnst mér hræðilegt að svona veikt fólk þurfi að borga fólki til að taka ákvarðanir um líf þess," segir Anna Gunnhildur.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira