Þetta er í fyrsta skipti sem góðgerðardagurinn er haldinn að hausti. Opið hús verður í skólanum milli klukkan 16 og 19 þar sem nemendur og starfsfólk taka á móti gestum. Líkt og undanfarin ár verður fjölbreytt dagskrá og eru sem flestir hvattir til að mæta. Síðustu vikur hafa krakkarnir í skólanum unnið hörðum höndum að undirbúningi dagsins og verða uppákomurnar á ótal margar að því er segir í tilkynningu.
Nefna má að landsliðstreyjan sem Gylfi Þór Sigurðsson klæddist í sigurleiknum gegn Hollandi fyrr í mánuðinum verður boðin upp. Gylfi Þór skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri eins og frægt er orðið. Treyjan er árituð af Hafnfirðingnum.

