Ákærður fyrir innflutning á 555 MDMA-töflum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2014 15:54 Maðurinn var handtekinn við komuna til Íslands frá Kaupmannahöfn en efnin fundust bæði innan klæða en einnig falin í líkama hans. 22 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 555 MDMA töflum og rúmlega 64 grömmum af kókaíni í júní 2012. Miðað við 22% styrkleika er hægt að framleiða um 232 grömm af efni úr kókaíninu sem talið er að hafi verið ætlað að selja í ágóðaskyni. MDMA töflur hafa verið töluvert í umræðunni undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar Bresta um unga konu sem lét lífið í nóvember. Banamein hennar var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu MDMA sem virðist vera vinsælt meðal ungs fólks í dag. Maðurinn var handtekinn við komuna til Íslands frá Kaupmannahöfn en efnin fundust bæði innan klæða en einnig falin í líkama hans. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa haft 0,66 grömm af maríhúana í vörslum sínum við húsleit lögreglu sama ár. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en hann var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi árið 2009 fyrir innbrot í fimm grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og tvö einbýlishús. Verðgildi varningsins sem stolið var var á aðra milljón króna. Var tekið tillit til þess við dóminn að maðurinn átti ekki sakaferil að baki og var aðeins fimmtán og sextán ára þegar brotin voru framin. Þá var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi í febrúar 2012 fyrir að hafa rænt tvö útibú Domino's Pizza. Annars vegar útibúið í Spönginni í febrúar 2011 ásamt þremur félögum sínum. Höfðu þeir á brott með sér rúmlega 196 þúsund krónur en ákærði tók vaktstjórann kverkataki, þrýsti honum upp að vegg og hótaði til að fá upplýsingar um hver peningarnir væru geymdir. Hins vegar var maðurinn einn fimm sem rændu útibú Domino's við Hjarðarhaga. Höfðu þeir á brott með sér 85 þúsund krónur í reiðufé. Ákæran á hendur manninum fyrir fíkniefnabrot verður þingfest í héraði á fimmtudaginn. Tengdar fréttir Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42 Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
22 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 555 MDMA töflum og rúmlega 64 grömmum af kókaíni í júní 2012. Miðað við 22% styrkleika er hægt að framleiða um 232 grömm af efni úr kókaíninu sem talið er að hafi verið ætlað að selja í ágóðaskyni. MDMA töflur hafa verið töluvert í umræðunni undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar Bresta um unga konu sem lét lífið í nóvember. Banamein hennar var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu MDMA sem virðist vera vinsælt meðal ungs fólks í dag. Maðurinn var handtekinn við komuna til Íslands frá Kaupmannahöfn en efnin fundust bæði innan klæða en einnig falin í líkama hans. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa haft 0,66 grömm af maríhúana í vörslum sínum við húsleit lögreglu sama ár. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en hann var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi árið 2009 fyrir innbrot í fimm grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og tvö einbýlishús. Verðgildi varningsins sem stolið var var á aðra milljón króna. Var tekið tillit til þess við dóminn að maðurinn átti ekki sakaferil að baki og var aðeins fimmtán og sextán ára þegar brotin voru framin. Þá var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi í febrúar 2012 fyrir að hafa rænt tvö útibú Domino's Pizza. Annars vegar útibúið í Spönginni í febrúar 2011 ásamt þremur félögum sínum. Höfðu þeir á brott með sér rúmlega 196 þúsund krónur en ákærði tók vaktstjórann kverkataki, þrýsti honum upp að vegg og hótaði til að fá upplýsingar um hver peningarnir væru geymdir. Hins vegar var maðurinn einn fimm sem rændu útibú Domino's við Hjarðarhaga. Höfðu þeir á brott með sér 85 þúsund krónur í reiðufé. Ákæran á hendur manninum fyrir fíkniefnabrot verður þingfest í héraði á fimmtudaginn.
Tengdar fréttir Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42 Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fimm dauðsföll vegna MDMA Hægt er að rekja dauðsföll fimm íslenskra ungmenna til eiturlyfsins MDMA frá aldamótum, en efnið er vinsælt í íslensku skemmtanalífi um þessar mundir. Rúmlega hundrað sjúklingar lögðust inn á Vog vegna MDMA-fíknar á síðasta ári. 21. október 2014 18:42
Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00
Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08
Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent