Bullandi frjósemi í Bollywood-dansinum Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2014 11:15 Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. mynd/vilhelm Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. Hún skýtur reyndar ekki loku fyrir að um tilviljun geti verið að ræða. „En, þetta er 6. Bollywoodbarnið sem er komið undir. Það var mikil gleði í tímanum í gær,“ segir Margét Erla. Hún staðhæfir að Bollywood-dansinn auki frjósemi og telur sig að minnsta kosti vera með þrjú dæmi algerlega því til staðfestingar. „Það er ýmislegt í þessu. Í Bollywood eru mjaðmirnar hristar rosalega mikið. Svo er það líka það sem gerist er að konur verða oft sáttari með líkama sinn eftir að hafa verið í dansi sem skilar sér í aukinni kynhvöt.“ Gríðarlega mikið er að gerast í dansinum um þessar stundir. Margrét Erla er að kenna 150 konum í hverri viku nú um stundir; Bollywood, magadans, Beyoncé-kóreógrafía og Burlesque. „Þetta snýst eiginlega allt um að hrista á sér rassinn og ef það er eitthvað svoleiðis, þá kenni ég það,“ segir Margrét Erla og hlær þegar hún er spurð hvað valdi því að hún sé þar staðsett: „Ætli ég sé ekki með svona stórar mjaðmir, sést svo vel hvað ég er að gera og því á ég auðvelt með að kenna það.“ Ekki eru margir karlmenn sem sækja dansnámsskeið þó það sé svo að flestir kennarar og „mentorar“ Margrétar Erlu sjálfrar séu karlmenn. „Jújú, það hafa komið strákar í Beyoncé en við reyndum einu sinni að setja upp magadansnámskeið fyrir karlmenn en það reyndist ekki áhugi á því. Ég persónulega kann betur að meta karlmenn sem kunna að hreyfa á sér mjaðmirnar! Í vinnustaðanámskeiðum, óvissuferðum og fleiru slíku þá kemur oft í ljós að þeir geta verið mjög góðir í þessu.“ Nóg er að gera í dansinum og 26. janúar leiðir Margrét Erla framhaldshóp sinn, sem telur 12 stúlkur, í dansi sem er sérstaklega ætlaður indverska sendiherranum. Þá er þjóðhátíð á Indlandi og veisla í sendiráðinu. „Við dönsuðum fyrir sendiherrann í fyrra og hann getur ekki hugsað sér veisluna á þess að hafa dansinn.“ Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. Hún skýtur reyndar ekki loku fyrir að um tilviljun geti verið að ræða. „En, þetta er 6. Bollywoodbarnið sem er komið undir. Það var mikil gleði í tímanum í gær,“ segir Margét Erla. Hún staðhæfir að Bollywood-dansinn auki frjósemi og telur sig að minnsta kosti vera með þrjú dæmi algerlega því til staðfestingar. „Það er ýmislegt í þessu. Í Bollywood eru mjaðmirnar hristar rosalega mikið. Svo er það líka það sem gerist er að konur verða oft sáttari með líkama sinn eftir að hafa verið í dansi sem skilar sér í aukinni kynhvöt.“ Gríðarlega mikið er að gerast í dansinum um þessar stundir. Margrét Erla er að kenna 150 konum í hverri viku nú um stundir; Bollywood, magadans, Beyoncé-kóreógrafía og Burlesque. „Þetta snýst eiginlega allt um að hrista á sér rassinn og ef það er eitthvað svoleiðis, þá kenni ég það,“ segir Margrét Erla og hlær þegar hún er spurð hvað valdi því að hún sé þar staðsett: „Ætli ég sé ekki með svona stórar mjaðmir, sést svo vel hvað ég er að gera og því á ég auðvelt með að kenna það.“ Ekki eru margir karlmenn sem sækja dansnámsskeið þó það sé svo að flestir kennarar og „mentorar“ Margrétar Erlu sjálfrar séu karlmenn. „Jújú, það hafa komið strákar í Beyoncé en við reyndum einu sinni að setja upp magadansnámskeið fyrir karlmenn en það reyndist ekki áhugi á því. Ég persónulega kann betur að meta karlmenn sem kunna að hreyfa á sér mjaðmirnar! Í vinnustaðanámskeiðum, óvissuferðum og fleiru slíku þá kemur oft í ljós að þeir geta verið mjög góðir í þessu.“ Nóg er að gera í dansinum og 26. janúar leiðir Margrét Erla framhaldshóp sinn, sem telur 12 stúlkur, í dansi sem er sérstaklega ætlaður indverska sendiherranum. Þá er þjóðhátíð á Indlandi og veisla í sendiráðinu. „Við dönsuðum fyrir sendiherrann í fyrra og hann getur ekki hugsað sér veisluna á þess að hafa dansinn.“
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira