Bullandi frjósemi í Bollywood-dansinum Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2014 11:15 Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. mynd/vilhelm Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. Hún skýtur reyndar ekki loku fyrir að um tilviljun geti verið að ræða. „En, þetta er 6. Bollywoodbarnið sem er komið undir. Það var mikil gleði í tímanum í gær,“ segir Margét Erla. Hún staðhæfir að Bollywood-dansinn auki frjósemi og telur sig að minnsta kosti vera með þrjú dæmi algerlega því til staðfestingar. „Það er ýmislegt í þessu. Í Bollywood eru mjaðmirnar hristar rosalega mikið. Svo er það líka það sem gerist er að konur verða oft sáttari með líkama sinn eftir að hafa verið í dansi sem skilar sér í aukinni kynhvöt.“ Gríðarlega mikið er að gerast í dansinum um þessar stundir. Margrét Erla er að kenna 150 konum í hverri viku nú um stundir; Bollywood, magadans, Beyoncé-kóreógrafía og Burlesque. „Þetta snýst eiginlega allt um að hrista á sér rassinn og ef það er eitthvað svoleiðis, þá kenni ég það,“ segir Margrét Erla og hlær þegar hún er spurð hvað valdi því að hún sé þar staðsett: „Ætli ég sé ekki með svona stórar mjaðmir, sést svo vel hvað ég er að gera og því á ég auðvelt með að kenna það.“ Ekki eru margir karlmenn sem sækja dansnámsskeið þó það sé svo að flestir kennarar og „mentorar“ Margrétar Erlu sjálfrar séu karlmenn. „Jújú, það hafa komið strákar í Beyoncé en við reyndum einu sinni að setja upp magadansnámskeið fyrir karlmenn en það reyndist ekki áhugi á því. Ég persónulega kann betur að meta karlmenn sem kunna að hreyfa á sér mjaðmirnar! Í vinnustaðanámskeiðum, óvissuferðum og fleiru slíku þá kemur oft í ljós að þeir geta verið mjög góðir í þessu.“ Nóg er að gera í dansinum og 26. janúar leiðir Margrét Erla framhaldshóp sinn, sem telur 12 stúlkur, í dansi sem er sérstaklega ætlaður indverska sendiherranum. Þá er þjóðhátíð á Indlandi og veisla í sendiráðinu. „Við dönsuðum fyrir sendiherrann í fyrra og hann getur ekki hugsað sér veisluna á þess að hafa dansinn.“ Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fékk veipeitrun Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Sjá meira
Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. Hún skýtur reyndar ekki loku fyrir að um tilviljun geti verið að ræða. „En, þetta er 6. Bollywoodbarnið sem er komið undir. Það var mikil gleði í tímanum í gær,“ segir Margét Erla. Hún staðhæfir að Bollywood-dansinn auki frjósemi og telur sig að minnsta kosti vera með þrjú dæmi algerlega því til staðfestingar. „Það er ýmislegt í þessu. Í Bollywood eru mjaðmirnar hristar rosalega mikið. Svo er það líka það sem gerist er að konur verða oft sáttari með líkama sinn eftir að hafa verið í dansi sem skilar sér í aukinni kynhvöt.“ Gríðarlega mikið er að gerast í dansinum um þessar stundir. Margrét Erla er að kenna 150 konum í hverri viku nú um stundir; Bollywood, magadans, Beyoncé-kóreógrafía og Burlesque. „Þetta snýst eiginlega allt um að hrista á sér rassinn og ef það er eitthvað svoleiðis, þá kenni ég það,“ segir Margrét Erla og hlær þegar hún er spurð hvað valdi því að hún sé þar staðsett: „Ætli ég sé ekki með svona stórar mjaðmir, sést svo vel hvað ég er að gera og því á ég auðvelt með að kenna það.“ Ekki eru margir karlmenn sem sækja dansnámsskeið þó það sé svo að flestir kennarar og „mentorar“ Margrétar Erlu sjálfrar séu karlmenn. „Jújú, það hafa komið strákar í Beyoncé en við reyndum einu sinni að setja upp magadansnámskeið fyrir karlmenn en það reyndist ekki áhugi á því. Ég persónulega kann betur að meta karlmenn sem kunna að hreyfa á sér mjaðmirnar! Í vinnustaðanámskeiðum, óvissuferðum og fleiru slíku þá kemur oft í ljós að þeir geta verið mjög góðir í þessu.“ Nóg er að gera í dansinum og 26. janúar leiðir Margrét Erla framhaldshóp sinn, sem telur 12 stúlkur, í dansi sem er sérstaklega ætlaður indverska sendiherranum. Þá er þjóðhátíð á Indlandi og veisla í sendiráðinu. „Við dönsuðum fyrir sendiherrann í fyrra og hann getur ekki hugsað sér veisluna á þess að hafa dansinn.“
Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fékk veipeitrun Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Sjá meira