Bullandi frjósemi í Bollywood-dansinum Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2014 11:15 Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. mynd/vilhelm Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. Hún skýtur reyndar ekki loku fyrir að um tilviljun geti verið að ræða. „En, þetta er 6. Bollywoodbarnið sem er komið undir. Það var mikil gleði í tímanum í gær,“ segir Margét Erla. Hún staðhæfir að Bollywood-dansinn auki frjósemi og telur sig að minnsta kosti vera með þrjú dæmi algerlega því til staðfestingar. „Það er ýmislegt í þessu. Í Bollywood eru mjaðmirnar hristar rosalega mikið. Svo er það líka það sem gerist er að konur verða oft sáttari með líkama sinn eftir að hafa verið í dansi sem skilar sér í aukinni kynhvöt.“ Gríðarlega mikið er að gerast í dansinum um þessar stundir. Margrét Erla er að kenna 150 konum í hverri viku nú um stundir; Bollywood, magadans, Beyoncé-kóreógrafía og Burlesque. „Þetta snýst eiginlega allt um að hrista á sér rassinn og ef það er eitthvað svoleiðis, þá kenni ég það,“ segir Margrét Erla og hlær þegar hún er spurð hvað valdi því að hún sé þar staðsett: „Ætli ég sé ekki með svona stórar mjaðmir, sést svo vel hvað ég er að gera og því á ég auðvelt með að kenna það.“ Ekki eru margir karlmenn sem sækja dansnámsskeið þó það sé svo að flestir kennarar og „mentorar“ Margrétar Erlu sjálfrar séu karlmenn. „Jújú, það hafa komið strákar í Beyoncé en við reyndum einu sinni að setja upp magadansnámskeið fyrir karlmenn en það reyndist ekki áhugi á því. Ég persónulega kann betur að meta karlmenn sem kunna að hreyfa á sér mjaðmirnar! Í vinnustaðanámskeiðum, óvissuferðum og fleiru slíku þá kemur oft í ljós að þeir geta verið mjög góðir í þessu.“ Nóg er að gera í dansinum og 26. janúar leiðir Margrét Erla framhaldshóp sinn, sem telur 12 stúlkur, í dansi sem er sérstaklega ætlaður indverska sendiherranum. Þá er þjóðhátíð á Indlandi og veisla í sendiráðinu. „Við dönsuðum fyrir sendiherrann í fyrra og hann getur ekki hugsað sér veisluna á þess að hafa dansinn.“ Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. Hún skýtur reyndar ekki loku fyrir að um tilviljun geti verið að ræða. „En, þetta er 6. Bollywoodbarnið sem er komið undir. Það var mikil gleði í tímanum í gær,“ segir Margét Erla. Hún staðhæfir að Bollywood-dansinn auki frjósemi og telur sig að minnsta kosti vera með þrjú dæmi algerlega því til staðfestingar. „Það er ýmislegt í þessu. Í Bollywood eru mjaðmirnar hristar rosalega mikið. Svo er það líka það sem gerist er að konur verða oft sáttari með líkama sinn eftir að hafa verið í dansi sem skilar sér í aukinni kynhvöt.“ Gríðarlega mikið er að gerast í dansinum um þessar stundir. Margrét Erla er að kenna 150 konum í hverri viku nú um stundir; Bollywood, magadans, Beyoncé-kóreógrafía og Burlesque. „Þetta snýst eiginlega allt um að hrista á sér rassinn og ef það er eitthvað svoleiðis, þá kenni ég það,“ segir Margrét Erla og hlær þegar hún er spurð hvað valdi því að hún sé þar staðsett: „Ætli ég sé ekki með svona stórar mjaðmir, sést svo vel hvað ég er að gera og því á ég auðvelt með að kenna það.“ Ekki eru margir karlmenn sem sækja dansnámsskeið þó það sé svo að flestir kennarar og „mentorar“ Margrétar Erlu sjálfrar séu karlmenn. „Jújú, það hafa komið strákar í Beyoncé en við reyndum einu sinni að setja upp magadansnámskeið fyrir karlmenn en það reyndist ekki áhugi á því. Ég persónulega kann betur að meta karlmenn sem kunna að hreyfa á sér mjaðmirnar! Í vinnustaðanámskeiðum, óvissuferðum og fleiru slíku þá kemur oft í ljós að þeir geta verið mjög góðir í þessu.“ Nóg er að gera í dansinum og 26. janúar leiðir Margrét Erla framhaldshóp sinn, sem telur 12 stúlkur, í dansi sem er sérstaklega ætlaður indverska sendiherranum. Þá er þjóðhátíð á Indlandi og veisla í sendiráðinu. „Við dönsuðum fyrir sendiherrann í fyrra og hann getur ekki hugsað sér veisluna á þess að hafa dansinn.“
Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira