Formaður VR hvetur félagsmenn til að samþykkja kjarasamning og mælir með sveppasúpu Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2014 13:07 Nýgerðir kjarasamningar fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum á næstu dögum og vikum. Formaður VR segir að vel verði fylgst með verðlagsbreytingum hjá fyrirtækjum. Stjórn VR hvetur félagsmenn sína til að samþykkja nýgerðan kjarasamning. Formaður félagsins segir samninginn fela í sér tækifæri og fylgst verði grannt með því að fyrirtæki hækki ekki vöruverð. Nú hljóti allir að borða sveppasúpu eftir að Flúðasveppir tilkynntu að fyrirtækið ætlaði ekki að hækka verð á sinni vöru. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem skrifuðu undir skammtíma kjarasamning skömmu fyrir áramót greiða atkvæði um samninginn á næstu vikum. Á stjórnarfundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur, VR, í gærkvöldi var samþykkt að skora á félagsmenn að samþykkja samninginn. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður félagsins segir mikilvægt að hafa í huga að hér sé um að ræða stuttan samning með nýjum vinnubrögðum. „Við lítum svo á að þessi samningur veiti okkur svigrúm til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og varanlegri kaupmáttaraukningu,“ segir Ólafía. Fimmtán fulltrúar sitja í stjórn VR og var ályktun félagsins í gærkvöldi samþykkt af fjórtán þeirra, en Ragnar Þór Ingólfsson greiddi einn atkvæði á móti. Hann hefur lýst því yfir að verðbólga þurrki út þá 2,8 prósenta almennu launahækkun sem felst í samningnum, en að auki fær fólk með mánaðarlaun undir 265 þúsund krónum tæplega tíu þúsund króna hækkun á laun sín. „Okkar verkefni er að sjá til þess að fyrirtæki og opinberir aðilar haldi aftur að sér í verðhækkunum. Ef það gengur ekki eftir þá er fyrsta rauða strikið í þessum samningi strax í febrúar,“ segir Ólafía. Ef markmiðið um 2,5 prósenta verðbólgu náist ekki verði erfið átök í haust þegar menn setjist að samningaborði um langtímasamning. Ólafía segir að vel verði fylgst með að fyrirtæki haldi aftur að verðhækkunum og opinberir aðilar í gjaldskrárhækkunum. „Svo er það einnig þannig að þessir samningar eru settir í atkvæðagreiðslu sem hefst núna 15. janúar. Félagsmaðurinn ræður endanlegum úrslitum um það hvernig þessi samningur fer,“ segir formaður VR. Þá feli þessi staða einnig í sér tækifæri fyrir þau fyrirtæki í landinu sem vilji stuðla að stöðugleika og auknum kaupmætti. „Flúðasveppir tóku þá ákvörðun í gær að lýsa því yfir að hækka ekki hjá sér. Og það var mjög áhugaverður fundur sem ég var á í morgun þar sem fundarmenn ræddu hvort ekki yrði sveppasúpa í matinn hjá þeim á næstu dögum. Þetta eru bara tækifæri sem fyrirtæki verða að líta til,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Stjórn VR hvetur félagsmenn sína til að samþykkja nýgerðan kjarasamning. Formaður félagsins segir samninginn fela í sér tækifæri og fylgst verði grannt með því að fyrirtæki hækki ekki vöruverð. Nú hljóti allir að borða sveppasúpu eftir að Flúðasveppir tilkynntu að fyrirtækið ætlaði ekki að hækka verð á sinni vöru. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem skrifuðu undir skammtíma kjarasamning skömmu fyrir áramót greiða atkvæði um samninginn á næstu vikum. Á stjórnarfundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur, VR, í gærkvöldi var samþykkt að skora á félagsmenn að samþykkja samninginn. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður félagsins segir mikilvægt að hafa í huga að hér sé um að ræða stuttan samning með nýjum vinnubrögðum. „Við lítum svo á að þessi samningur veiti okkur svigrúm til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og varanlegri kaupmáttaraukningu,“ segir Ólafía. Fimmtán fulltrúar sitja í stjórn VR og var ályktun félagsins í gærkvöldi samþykkt af fjórtán þeirra, en Ragnar Þór Ingólfsson greiddi einn atkvæði á móti. Hann hefur lýst því yfir að verðbólga þurrki út þá 2,8 prósenta almennu launahækkun sem felst í samningnum, en að auki fær fólk með mánaðarlaun undir 265 þúsund krónum tæplega tíu þúsund króna hækkun á laun sín. „Okkar verkefni er að sjá til þess að fyrirtæki og opinberir aðilar haldi aftur að sér í verðhækkunum. Ef það gengur ekki eftir þá er fyrsta rauða strikið í þessum samningi strax í febrúar,“ segir Ólafía. Ef markmiðið um 2,5 prósenta verðbólgu náist ekki verði erfið átök í haust þegar menn setjist að samningaborði um langtímasamning. Ólafía segir að vel verði fylgst með að fyrirtæki haldi aftur að verðhækkunum og opinberir aðilar í gjaldskrárhækkunum. „Svo er það einnig þannig að þessir samningar eru settir í atkvæðagreiðslu sem hefst núna 15. janúar. Félagsmaðurinn ræður endanlegum úrslitum um það hvernig þessi samningur fer,“ segir formaður VR. Þá feli þessi staða einnig í sér tækifæri fyrir þau fyrirtæki í landinu sem vilji stuðla að stöðugleika og auknum kaupmætti. „Flúðasveppir tóku þá ákvörðun í gær að lýsa því yfir að hækka ekki hjá sér. Og það var mjög áhugaverður fundur sem ég var á í morgun þar sem fundarmenn ræddu hvort ekki yrði sveppasúpa í matinn hjá þeim á næstu dögum. Þetta eru bara tækifæri sem fyrirtæki verða að líta til,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira