Innlent

75 prósent vilja kjósa um áframhald viðræðna í vor

VÍSIR/STEFÁN
74,6% Íslendinga vilja kjósa um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið samhliða sveitastjórnarkosningum í vor. Þetta kom fram í upphafspistli Mikaels Torfasonar, Fyrst og fremst, í nýjum þætti hans, Mín skoðun, sem sýndur er í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 á sunnudögum í vetur. Könnunin var gerð á miðvikudag og fimmtudag og af þeim sem tóku afstöðu vildu 25,4% ekki kjósa í vor.

Spurt var „Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitastjórnarkosningum næsta vor?“ 21 prósent tók ekki afstöðu eða svaraði ekki spurningunni.

Langflestir kjósendur Bjartrar framtíðar vilja að viðræðunum verði haldið áfram eða 85 prósent þeirra. Svipað á við um kjósendur Pírata en 84 prósent þeirra vilja halda viðræðunum áfram. 65 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilja halda viðræðunum áfram.

66 prósent kjósenda Vinstri Grænna vilja að viðræðunum sé haldið áfram og 69 prósent Framsóknarmanna og 81 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru sömu skoðunar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×