Meðallaun lækna frá 608 þúsundum til 1,7 milljónir Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2014 12:30 Meðallaun kandidata á Landsspítalanum árið 2013 eru lægst enda enn í námi en þau voru 671 þúsund krónur. Vísir/Ernir Bæði læknar og skurðlæknar funda með samninganefnd ríkisins í Karphúsinu í dag. Mánaðarlaun lækna eru frá 670 þúsund krónum hjá kanidötum upp í 1,7 milljónir króna hjá yfirlæknum samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu. Skurðlæknar komu til fundar við samninganefnd ríkisins hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun og almennir læknar mæta síðan til fundar klukkan tvö. Verkfallið er farið að reyna verulega á heilbrigðiskerfið þar sem þúsundum læknaviðtala, inngripum og aðgerðum hefur verið frestað og afleiðingarnar nú þegar því orðnar mjög miklar. Ekki er búist við löngum samningafundum í dag samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Vonir um einhvers konar samkomulag kviknuðu þó í vikunni þegar fundir urðu tíðari og lengri og heyrst hefur að menn séu að ræða gerð samnings til skemmri tíma en lagt var upp með. Næsta verkfalslota lækna hefst upp úr áramótum og verða þær mun harðari en fyrri aðgerðir. Þannig munu skurðaðgerðir aðeins verða framkvæmdar á Landsspítalanum á föstudögum og hafa yfirmenn spítalans lýst yfir miklum áhyggjum af áhrifum þessara aðgerða verði þær að veruleika. Fjármálaráðuneytið birti upplýsingar um meðallaun lækna á vef ráðuneytisins í gær. Þar eru meðtalin öll laun lækna; dagvinnulaun, yfirvinnulaun, vaktaálag, stjórnunarálag, helgunarálag, menntunarálag o.fl. Meðallaun kandidata á Landsspítalanum árið 2013 eru lægst en þau voru 671 þúsund krónur. Meðallaun almennra lækna voru 858 þúsund, sérfræðinga 1,1 milljón og yfirlækna 1,3 milljónir króna á mánuði. Meðallaun skurðlækna í sérfræðingastétt voru 1,3 milljónir og yfirlækna á skurðdeild 1,7 milljónir króna. Meðallaun lækna hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu voru aðeins lægri, eða frá 608 þúsund krónum til 1,2 milljón króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur fullyrt að læknar krefjist á bilinu 40 til 50 prósent launahækkunar en þar er auðvitað átt við grunnlaunin en ekki þau heildar meðallaun sem nefnd voru hér að ofan. Engu að síður væri um tugþúsunda upp í hundruð þúsunda króna launahækkun að ræða. Fjármálaráðherra hefur sagt þessar launakröfur óaðgengilegar þrátt fyrir vilja stjórnvalda til að koma til móts við kröfur lækna, enda myndu þær setja kjaraviðræður á almennum launamarkaði og stöðu efnahagsmála almennt í uppnám. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Bæði læknar og skurðlæknar funda með samninganefnd ríkisins í Karphúsinu í dag. Mánaðarlaun lækna eru frá 670 þúsund krónum hjá kanidötum upp í 1,7 milljónir króna hjá yfirlæknum samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu. Skurðlæknar komu til fundar við samninganefnd ríkisins hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun og almennir læknar mæta síðan til fundar klukkan tvö. Verkfallið er farið að reyna verulega á heilbrigðiskerfið þar sem þúsundum læknaviðtala, inngripum og aðgerðum hefur verið frestað og afleiðingarnar nú þegar því orðnar mjög miklar. Ekki er búist við löngum samningafundum í dag samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Vonir um einhvers konar samkomulag kviknuðu þó í vikunni þegar fundir urðu tíðari og lengri og heyrst hefur að menn séu að ræða gerð samnings til skemmri tíma en lagt var upp með. Næsta verkfalslota lækna hefst upp úr áramótum og verða þær mun harðari en fyrri aðgerðir. Þannig munu skurðaðgerðir aðeins verða framkvæmdar á Landsspítalanum á föstudögum og hafa yfirmenn spítalans lýst yfir miklum áhyggjum af áhrifum þessara aðgerða verði þær að veruleika. Fjármálaráðuneytið birti upplýsingar um meðallaun lækna á vef ráðuneytisins í gær. Þar eru meðtalin öll laun lækna; dagvinnulaun, yfirvinnulaun, vaktaálag, stjórnunarálag, helgunarálag, menntunarálag o.fl. Meðallaun kandidata á Landsspítalanum árið 2013 eru lægst en þau voru 671 þúsund krónur. Meðallaun almennra lækna voru 858 þúsund, sérfræðinga 1,1 milljón og yfirlækna 1,3 milljónir króna á mánuði. Meðallaun skurðlækna í sérfræðingastétt voru 1,3 milljónir og yfirlækna á skurðdeild 1,7 milljónir króna. Meðallaun lækna hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu voru aðeins lægri, eða frá 608 þúsund krónum til 1,2 milljón króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur fullyrt að læknar krefjist á bilinu 40 til 50 prósent launahækkunar en þar er auðvitað átt við grunnlaunin en ekki þau heildar meðallaun sem nefnd voru hér að ofan. Engu að síður væri um tugþúsunda upp í hundruð þúsunda króna launahækkun að ræða. Fjármálaráðherra hefur sagt þessar launakröfur óaðgengilegar þrátt fyrir vilja stjórnvalda til að koma til móts við kröfur lækna, enda myndu þær setja kjaraviðræður á almennum launamarkaði og stöðu efnahagsmála almennt í uppnám.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira