Hvers vegna raka konur sig að neðan? Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. október 2014 00:01 Allar konurnar sögðu að það að fjarlægja skapahárin skapaði meiri nánd í kynlífi. Aðspurð hvort þær hefðu samanburð svöruðu þær allar neitandi. vísir/getty Nauðrakstur á skapahárum er orðið hið hefðbundna viðmið þegar kemur að skapahárasnyrtingu ungra kvenna. Helstu ástæður fyrir rakstrinum eru hreinlæti og aukin ánægja. Margt bendir þó til þess að utanaðkomandi þrýstingur og samfélagsleg viðmið hafi áhrif á þessa ákvörðun kvenna. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var af Hildi Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri. Tekin voru opin viðtöl við átta konur á aldrinum 20-36 ára, sem allar höfðu reynslu af því að fjarlægja öll skapahárin. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um líkamshárarekstur kvenna, en að sögn Hildar rennir það stoðum undir það hversu rótgróin og viðtekin sú hugmynd er að kvenleiki og líkamshár fari ekki saman. „Það var mjög augljóst hjá yngri hópnum að þetta er í raun orðið normið og ákveðinn hluti af því að verða fullorðinn. Hluti af því að verða kynþroska að taka af sér öll hárin. Þær sögðu þetta gefa meiri nánd í kynlífi en aðspurðar hvort þær hefðu einhvern samanburð svöruðu þær allar neitandi,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Þegar maður fór að kafa dýpra í hlutina þá kom það meira og meira í ljós að það er alls konar utanaðkomandi þrýstingur eða utanaðkomandi ástæður sem liggja þarna að baki, almenningsálit og annað. Þær sögðust allar vera mjög meðvitaðar þegar þær fara í almenningssturtu og þeim þykir óþægilegt að fara ósnyrtar í sund. Þá sér maður að þetta er orðin viðtekin venja og ákveðin krafa að konur séu mjög vel snyrtar að neðan.“ Það sem kom Hildi hvað mest á óvart við vinnslu rannsóknarinnar var neikvætt viðhorf kvennanna í garð líkamshára. „Þær nefndu flestar hreinlæti. En þá veltir maður fyrir sér – hvað er óhreint og ógeðslegt við hár? Það komu oft upp neikvæð, ljót og gildishlaðin orð eins og „frumskógur af hárum, ljót kúla af hárum“ eða annað neikvætt viðhorf.“ Hildur mun kynna rannsóknina á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á föstudaginn. Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Nauðrakstur á skapahárum er orðið hið hefðbundna viðmið þegar kemur að skapahárasnyrtingu ungra kvenna. Helstu ástæður fyrir rakstrinum eru hreinlæti og aukin ánægja. Margt bendir þó til þess að utanaðkomandi þrýstingur og samfélagsleg viðmið hafi áhrif á þessa ákvörðun kvenna. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var af Hildi Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri. Tekin voru opin viðtöl við átta konur á aldrinum 20-36 ára, sem allar höfðu reynslu af því að fjarlægja öll skapahárin. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um líkamshárarekstur kvenna, en að sögn Hildar rennir það stoðum undir það hversu rótgróin og viðtekin sú hugmynd er að kvenleiki og líkamshár fari ekki saman. „Það var mjög augljóst hjá yngri hópnum að þetta er í raun orðið normið og ákveðinn hluti af því að verða fullorðinn. Hluti af því að verða kynþroska að taka af sér öll hárin. Þær sögðu þetta gefa meiri nánd í kynlífi en aðspurðar hvort þær hefðu einhvern samanburð svöruðu þær allar neitandi,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Þegar maður fór að kafa dýpra í hlutina þá kom það meira og meira í ljós að það er alls konar utanaðkomandi þrýstingur eða utanaðkomandi ástæður sem liggja þarna að baki, almenningsálit og annað. Þær sögðust allar vera mjög meðvitaðar þegar þær fara í almenningssturtu og þeim þykir óþægilegt að fara ósnyrtar í sund. Þá sér maður að þetta er orðin viðtekin venja og ákveðin krafa að konur séu mjög vel snyrtar að neðan.“ Það sem kom Hildi hvað mest á óvart við vinnslu rannsóknarinnar var neikvætt viðhorf kvennanna í garð líkamshára. „Þær nefndu flestar hreinlæti. En þá veltir maður fyrir sér – hvað er óhreint og ógeðslegt við hár? Það komu oft upp neikvæð, ljót og gildishlaðin orð eins og „frumskógur af hárum, ljót kúla af hárum“ eða annað neikvætt viðhorf.“ Hildur mun kynna rannsóknina á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á föstudaginn.
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira