Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Elimar Hauksson skrifar 16. febrúar 2014 20:00 „Maður fyllist skelfingu og fær hnút í magann,“ segir Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, en hún tók á móti barni sem reynt hafði verið að tæla upp í bifreið nærri skólanum í síðustu viku. Fjórar tilkynningar hafa borist um að reynt sé að tæla börn í nágrenni við skólann það sem af er árs. Sigríður var heima hjá sér með dóttur sína 11. febrúar síðastliðinn þegar sjö ára vinkona dóttur hennar kom í heimsókn í miklu uppnámi eftir að reynt hafði verið að tæla hana upp í bíl á leið úr skólanum. Sigríður segir upplifunina hafa verið skelfilega og að atvikið hafi vakið hana til umhugsunar um alvarleika þess umhverfis sem börn og foreldrar búa við í dag. „Það snertir mann svo persónulega þegar barnið stendur í dyragættinni hjá manni, lamað af ótta eftir að einhver ókunnugur er búinn að reyna að lokka það upp í bílinn“ segir Sigríður og bætir við að atburðarásin í kjölfarið hafi verið óþægileg. „Við hringdum í foreldri sem kom heim og svo var hringt í lögregluna. Síðan stóðu bara lögreglumenn í stofunni hérna heima að tala við barnið og börnin mín horfa uppá það og verða í kjölfarið mjög skelkuð,“ segir Sigríður. Lögreglan hefur ekki náð tali af þeim ökumönnum sem um ræðir og hafa börnin ekki getað gefið mjög greinargóða lýsingu á þeim fyrir utan kyn ökumanna og lit bifreiðanna. Sigríður segir ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á meðal foreldra um hvað hægt sé að gera til að tryggja öryggi barna, þar á meðal uppsetningu eftirlitsmyndavéla við skólann. „Við í foreldrafélaginu ræddum þetta fram og til baka og það sem stóð upp úr var það hvort ekki væri best að setja upp einhverskonar eftirlitsmyndavélar því börnin geta sagt fátt annað en hvernig bíllinn er á litinn,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna strax til lögreglu ef það verði þess áskynja að reynt sé að tæla börn. Mikilvægt sé að lögregla geti brugðist hratt við slíkum tilkynningum. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Maður fyllist skelfingu og fær hnút í magann,“ segir Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, en hún tók á móti barni sem reynt hafði verið að tæla upp í bifreið nærri skólanum í síðustu viku. Fjórar tilkynningar hafa borist um að reynt sé að tæla börn í nágrenni við skólann það sem af er árs. Sigríður var heima hjá sér með dóttur sína 11. febrúar síðastliðinn þegar sjö ára vinkona dóttur hennar kom í heimsókn í miklu uppnámi eftir að reynt hafði verið að tæla hana upp í bíl á leið úr skólanum. Sigríður segir upplifunina hafa verið skelfilega og að atvikið hafi vakið hana til umhugsunar um alvarleika þess umhverfis sem börn og foreldrar búa við í dag. „Það snertir mann svo persónulega þegar barnið stendur í dyragættinni hjá manni, lamað af ótta eftir að einhver ókunnugur er búinn að reyna að lokka það upp í bílinn“ segir Sigríður og bætir við að atburðarásin í kjölfarið hafi verið óþægileg. „Við hringdum í foreldri sem kom heim og svo var hringt í lögregluna. Síðan stóðu bara lögreglumenn í stofunni hérna heima að tala við barnið og börnin mín horfa uppá það og verða í kjölfarið mjög skelkuð,“ segir Sigríður. Lögreglan hefur ekki náð tali af þeim ökumönnum sem um ræðir og hafa börnin ekki getað gefið mjög greinargóða lýsingu á þeim fyrir utan kyn ökumanna og lit bifreiðanna. Sigríður segir ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á meðal foreldra um hvað hægt sé að gera til að tryggja öryggi barna, þar á meðal uppsetningu eftirlitsmyndavéla við skólann. „Við í foreldrafélaginu ræddum þetta fram og til baka og það sem stóð upp úr var það hvort ekki væri best að setja upp einhverskonar eftirlitsmyndavélar því börnin geta sagt fátt annað en hvernig bíllinn er á litinn,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna strax til lögreglu ef það verði þess áskynja að reynt sé að tæla börn. Mikilvægt sé að lögregla geti brugðist hratt við slíkum tilkynningum.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira