Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Elimar Hauksson skrifar 16. febrúar 2014 20:00 „Maður fyllist skelfingu og fær hnút í magann,“ segir Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, en hún tók á móti barni sem reynt hafði verið að tæla upp í bifreið nærri skólanum í síðustu viku. Fjórar tilkynningar hafa borist um að reynt sé að tæla börn í nágrenni við skólann það sem af er árs. Sigríður var heima hjá sér með dóttur sína 11. febrúar síðastliðinn þegar sjö ára vinkona dóttur hennar kom í heimsókn í miklu uppnámi eftir að reynt hafði verið að tæla hana upp í bíl á leið úr skólanum. Sigríður segir upplifunina hafa verið skelfilega og að atvikið hafi vakið hana til umhugsunar um alvarleika þess umhverfis sem börn og foreldrar búa við í dag. „Það snertir mann svo persónulega þegar barnið stendur í dyragættinni hjá manni, lamað af ótta eftir að einhver ókunnugur er búinn að reyna að lokka það upp í bílinn“ segir Sigríður og bætir við að atburðarásin í kjölfarið hafi verið óþægileg. „Við hringdum í foreldri sem kom heim og svo var hringt í lögregluna. Síðan stóðu bara lögreglumenn í stofunni hérna heima að tala við barnið og börnin mín horfa uppá það og verða í kjölfarið mjög skelkuð,“ segir Sigríður. Lögreglan hefur ekki náð tali af þeim ökumönnum sem um ræðir og hafa börnin ekki getað gefið mjög greinargóða lýsingu á þeim fyrir utan kyn ökumanna og lit bifreiðanna. Sigríður segir ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á meðal foreldra um hvað hægt sé að gera til að tryggja öryggi barna, þar á meðal uppsetningu eftirlitsmyndavéla við skólann. „Við í foreldrafélaginu ræddum þetta fram og til baka og það sem stóð upp úr var það hvort ekki væri best að setja upp einhverskonar eftirlitsmyndavélar því börnin geta sagt fátt annað en hvernig bíllinn er á litinn,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna strax til lögreglu ef það verði þess áskynja að reynt sé að tæla börn. Mikilvægt sé að lögregla geti brugðist hratt við slíkum tilkynningum. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Maður fyllist skelfingu og fær hnút í magann,“ segir Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, en hún tók á móti barni sem reynt hafði verið að tæla upp í bifreið nærri skólanum í síðustu viku. Fjórar tilkynningar hafa borist um að reynt sé að tæla börn í nágrenni við skólann það sem af er árs. Sigríður var heima hjá sér með dóttur sína 11. febrúar síðastliðinn þegar sjö ára vinkona dóttur hennar kom í heimsókn í miklu uppnámi eftir að reynt hafði verið að tæla hana upp í bíl á leið úr skólanum. Sigríður segir upplifunina hafa verið skelfilega og að atvikið hafi vakið hana til umhugsunar um alvarleika þess umhverfis sem börn og foreldrar búa við í dag. „Það snertir mann svo persónulega þegar barnið stendur í dyragættinni hjá manni, lamað af ótta eftir að einhver ókunnugur er búinn að reyna að lokka það upp í bílinn“ segir Sigríður og bætir við að atburðarásin í kjölfarið hafi verið óþægileg. „Við hringdum í foreldri sem kom heim og svo var hringt í lögregluna. Síðan stóðu bara lögreglumenn í stofunni hérna heima að tala við barnið og börnin mín horfa uppá það og verða í kjölfarið mjög skelkuð,“ segir Sigríður. Lögreglan hefur ekki náð tali af þeim ökumönnum sem um ræðir og hafa börnin ekki getað gefið mjög greinargóða lýsingu á þeim fyrir utan kyn ökumanna og lit bifreiðanna. Sigríður segir ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á meðal foreldra um hvað hægt sé að gera til að tryggja öryggi barna, þar á meðal uppsetningu eftirlitsmyndavéla við skólann. „Við í foreldrafélaginu ræddum þetta fram og til baka og það sem stóð upp úr var það hvort ekki væri best að setja upp einhverskonar eftirlitsmyndavélar því börnin geta sagt fátt annað en hvernig bíllinn er á litinn,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna strax til lögreglu ef það verði þess áskynja að reynt sé að tæla börn. Mikilvægt sé að lögregla geti brugðist hratt við slíkum tilkynningum.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira