Innlent

Lögreglan á Suðurnesjum leitar að þýskum ferðamanni

Atli Ísleifsson skrifar
Martin Werner Kohl var klæddur í svarta úlpu, með svarta húfu á höfði, í dökkbláum buxum, með bakpoka gráan og rauðan að lit og dökka ferðatösku í eftirdragi
Martin Werner Kohl var klæddur í svarta úlpu, með svarta húfu á höfði, í dökkbláum buxum, með bakpoka gráan og rauðan að lit og dökka ferðatösku í eftirdragi Mynd/Lögreglan
Lögreglan á Suðurnesjum leitar að þýskum ferðamanni Martin Werner Kohl. Kohl er fertugur, um 180 cm á hæð, ljós yfirlitum og grannur.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að síðast sé vitað um ferðir hans nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Var hann þá klæddur í svarta úlpu, með svarta húfu á höfði, í dökkbláum buxum, með bakpoka gráan og rauðan að lit og dökka ferðatösku í eftirdragi. Maðurinn á við andleg veikindi að stríða en er ekki hættulegur.“

Hafir þú séð manninn óskar lögreglan á Suðurnesjum eftir því að þú hafir samband í síma 420-1820.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×