Mælarnir í Dalsmára í Kópavogi, Norðlingaholti, Hveragerði og Hellisheiðarvirkjun sýndu einnig gildi yfir 600 sem talin eru slæm fyrir viðkvæma.
Umhverfisstofnun segir einkenni frá öndunarfærum líkleg hjá einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma, en að gildi sem þessi eigi að fylgja lítil vandamál hjá heilbrigðum. Þó beri að forðast áreynslu utandyra. „Áhrif á heilsufar ólíkleg en gagnlegt að draga úr áreynslu utandyra,“ segir í ráðleggingum Umhverfisstofnunar.


