Innlent

Vopnað rán í miðborginni

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hafði einnig afskipti af nokkrum mönnum í miðborg Reykjavíkur í nótt.
Lögregla hafði einnig afskipti af nokkrum mönnum í miðborg Reykjavíkur í nótt. Vísir/Hari
Tilkynnt var um vopnað rán í söluturn í miðborginni um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Grímuklæddur maður ógnaði starfsstúlku með vopni og hafði á brott með sér peninga og vörur. Lögregla handtók manninn á heimili sínu um 20 mínútum síðar og er hann grunaður um verknaðinn. Maðurinn var vistaður í  fangageymslu.

Lögregla hafði einnig afskipti af manni á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur í nótt og er hann grunaður um vörslu fíkniefna. Rúmlega þrjú í nótt hafði lögregla svo afskipti af fjórum mönnum manni í Austurstræti og Pósthússtræti og eru þrír þeirra grunaðir um vörslu fíkniefna.

Klukkan korter yfir 2 í nótt var bifreið stöðvuð á Arnarnesi. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda, en maðurinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi, segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×