Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út á Holtavörðuheiði eftir að neyðarblys sást

Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir af Vesturlandi hafa verið kallaðar út til leitar á Holtavörðuheiði eftir að neyðarblys, eða annað ljós, sást á lofti norðaustur af háheiðinni rétt fyrir klukkan 18:00 í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Ljósið sást nokkuð víða og ekki er talið útilokað að um einhverskonar náttúrufyrirbæri hafi verið að ræða.

Á fjórða tug björgunarmanna taka þátt í eftirgrennslan og kanna nú svæðið akandi og á fjórhjólum. Meðal annars kanna þeir hvort þar sé að finna mannlausar bifreiðar eða önnur merki um að einhver sé í vanda staddur.

Uppfært klukkan 22:07 - Leit hefur verið hætt en nú er orðið ljóst að ekki var um neyðarblys að ræða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×