Innlent

Lögðu áherslu á að uppræta staðalímyndir á Nordic Forum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Ný hugsun Jafnréttisráðherra Íslands sagðist myndu beina sérstakri athygli að karlmennskuímyndum í samfélaginu.
Ný hugsun Jafnréttisráðherra Íslands sagðist myndu beina sérstakri athygli að karlmennskuímyndum í samfélaginu. Fréttablaðið/Daníel
Eygló Harðardóttir, jafnréttisráðherra Íslands, lagði áherslu á að jafnréttisstarf á Norðurlöndum tæki til karlmanna og drengja á jafnréttisráðstefnunni Nordisk Forum í gær.

„Á næstu árum ættum við að beina sérstakri athygli að mótun karlmennskuímynda í samfélaginu og áhrifum þeirra á samskipti kynjanna,“ sagði Eygló á ráðstefnunni.

Á fundinum kom fram að skólarnir væru kjörinn vettvangur til þess að uppræta staðlaðar kynjaímyndir og leggja grunn að nýjum hugsunarhætti um karlmennsku og nám- og starfsval til framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×